Katla að róast, Hekla líklegri Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2014 18:45 Líkur á Kötlugosi eru nú taldar minni en var fyrir tveimur árum og hefur dregið úr óróa í eldstöðinni. Annað gildir hins vegar um Heklu og segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor að hún sé núna líklegasta eldfjallið til að gjósa á næstu misserum. Margir héldu að gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 myndi ræsa Kötlu í gang. Hlaupið sem kom niður Mýrdalssand sumarið 2011 og skolaði burt brúnni yfir Múlakvísl var bara til að styrkja trú manna um að stutt væri í Kötlugos en þá mynduðust djúpir sigkatlar yfir eldstöðinni. En hún hefur hins vegar ekkert bært á sér að ráði síðasta árið. „Katla er nú í meginatriðum frekar róleg, miðað við það sem hún er búin að vera undanfarin ár,” segir Magnús Tumi í viðtali á Stöð 2. Aukna rafleiðni í Múlakvísl, sem mældist í síðustu viku, telur hann merki um flæði jarðhitavatns. Há leiðni mælist nánast á hverju ári og það þýði leka úr jarðhitasvæðum í jöklinum. „En auðvitað verðum við að fylgjast vel með og vita hvað er að gerast á hverjum tíma.” Magnús Tumi telur raunar að dregið hafi úr líkum á Kötlugosi. „Ég tel minni líkur á Kötlugosi á næstunni heldur en ég taldi fyrir 2-3 árum.”Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð2/Ragnar DagurÞegar prófessorinn er spurður hvaða eldstöð á Íslandi teljist líklegust til að gjósa næst er svarið: Hekla. „Ef Hekla ætlar að halda áfram þeim takti sem hún hefur haft síðan 1947, eða 1970, þá má búast við að komi gos þar á næstu misserum. En það er nú bara þannig að ef við förum aftur fyrir 1947 þá tók hún 50 til 100 ára hlé alltaf á milli gosa. Það má vel vera að hún sé stokkin í þann haminn aftur. En ég myndi nú samt segja að Hekla er svona sá staður sem líklegastur er.” Tengdar fréttir Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53 Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50 Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Líkur á Kötlugosi eru nú taldar minni en var fyrir tveimur árum og hefur dregið úr óróa í eldstöðinni. Annað gildir hins vegar um Heklu og segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor að hún sé núna líklegasta eldfjallið til að gjósa á næstu misserum. Margir héldu að gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 myndi ræsa Kötlu í gang. Hlaupið sem kom niður Mýrdalssand sumarið 2011 og skolaði burt brúnni yfir Múlakvísl var bara til að styrkja trú manna um að stutt væri í Kötlugos en þá mynduðust djúpir sigkatlar yfir eldstöðinni. En hún hefur hins vegar ekkert bært á sér að ráði síðasta árið. „Katla er nú í meginatriðum frekar róleg, miðað við það sem hún er búin að vera undanfarin ár,” segir Magnús Tumi í viðtali á Stöð 2. Aukna rafleiðni í Múlakvísl, sem mældist í síðustu viku, telur hann merki um flæði jarðhitavatns. Há leiðni mælist nánast á hverju ári og það þýði leka úr jarðhitasvæðum í jöklinum. „En auðvitað verðum við að fylgjast vel með og vita hvað er að gerast á hverjum tíma.” Magnús Tumi telur raunar að dregið hafi úr líkum á Kötlugosi. „Ég tel minni líkur á Kötlugosi á næstunni heldur en ég taldi fyrir 2-3 árum.”Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð2/Ragnar DagurÞegar prófessorinn er spurður hvaða eldstöð á Íslandi teljist líklegust til að gjósa næst er svarið: Hekla. „Ef Hekla ætlar að halda áfram þeim takti sem hún hefur haft síðan 1947, eða 1970, þá má búast við að komi gos þar á næstu misserum. En það er nú bara þannig að ef við förum aftur fyrir 1947 þá tók hún 50 til 100 ára hlé alltaf á milli gosa. Það má vel vera að hún sé stokkin í þann haminn aftur. En ég myndi nú samt segja að Hekla er svona sá staður sem líklegastur er.”
Tengdar fréttir Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53 Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50 Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53
Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50
Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22