Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar 26. mars 2013 11:50 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði. Mynd/ GVA. „Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítillar aukningar í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. „Það er búið að taka í notkun ákveðið kerfi, sem er þannig að þegar það verður einhver virkni umfram bakgrunninn, sem er mjög rólegur í Heklu, þá eru gefin merki. Það eru nokkrir mjög litlir skjálftar sem hafa sést á síðustu dögum rétt norður við Heklu," segir Magnús Tumi í samtali við Vísi. „Þetta eru fáir skjálftar en þarna er bara það lítil skjálftavirkni að Veðurstofan ákveður á grundvelli vinnureglna sem búið er að setja að nú sé Heklu gefið auga," segir Magnús Tumi og segir að það sé ekki farin nein atburðarrás af stað eins og var fyrir Heklugosið 2000. Hann býst við því að það muni berast viðvaranir af þessu tagi sem endi svo flestar í því að það gjósi ekki. „Það er bara eðli svona eftirlitskerfa," segir Magnús Tumi. Hann segist þó alls ekki geta fullyrt að ekki muni gjósa. „Fyrirvarinn sem við höfum á Heklu er ekki nema einn til tveir tímar. Það er ekki fyrr en sú atburðarrás fer af stað með óróa og smáskjálftum, þá vitum við þetta. Vegna þess hvernig Hekla hefur hegðað sér getum við ekki sagt hvenær Hekla fer af stað," segir hann. Hann tekur þó fram að líkurnar á því að þetta sé byrjun á einhverju séu ekki mjög stórar. „En það getur enginn sagt að það muni ekki gjósa í Heklu á morgun. Það er bara ekki hægt. Málið er bara það að það er óvissa í þessu og rétt að fylgjast með þessu," segir hann. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítillar aukningar í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. „Það er búið að taka í notkun ákveðið kerfi, sem er þannig að þegar það verður einhver virkni umfram bakgrunninn, sem er mjög rólegur í Heklu, þá eru gefin merki. Það eru nokkrir mjög litlir skjálftar sem hafa sést á síðustu dögum rétt norður við Heklu," segir Magnús Tumi í samtali við Vísi. „Þetta eru fáir skjálftar en þarna er bara það lítil skjálftavirkni að Veðurstofan ákveður á grundvelli vinnureglna sem búið er að setja að nú sé Heklu gefið auga," segir Magnús Tumi og segir að það sé ekki farin nein atburðarrás af stað eins og var fyrir Heklugosið 2000. Hann býst við því að það muni berast viðvaranir af þessu tagi sem endi svo flestar í því að það gjósi ekki. „Það er bara eðli svona eftirlitskerfa," segir Magnús Tumi. Hann segist þó alls ekki geta fullyrt að ekki muni gjósa. „Fyrirvarinn sem við höfum á Heklu er ekki nema einn til tveir tímar. Það er ekki fyrr en sú atburðarrás fer af stað með óróa og smáskjálftum, þá vitum við þetta. Vegna þess hvernig Hekla hefur hegðað sér getum við ekki sagt hvenær Hekla fer af stað," segir hann. Hann tekur þó fram að líkurnar á því að þetta sé byrjun á einhverju séu ekki mjög stórar. „En það getur enginn sagt að það muni ekki gjósa í Heklu á morgun. Það er bara ekki hægt. Málið er bara það að það er óvissa í þessu og rétt að fylgjast með þessu," segir hann.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira