Katla að róast, Hekla líklegri Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2014 18:45 Líkur á Kötlugosi eru nú taldar minni en var fyrir tveimur árum og hefur dregið úr óróa í eldstöðinni. Annað gildir hins vegar um Heklu og segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor að hún sé núna líklegasta eldfjallið til að gjósa á næstu misserum. Margir héldu að gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 myndi ræsa Kötlu í gang. Hlaupið sem kom niður Mýrdalssand sumarið 2011 og skolaði burt brúnni yfir Múlakvísl var bara til að styrkja trú manna um að stutt væri í Kötlugos en þá mynduðust djúpir sigkatlar yfir eldstöðinni. En hún hefur hins vegar ekkert bært á sér að ráði síðasta árið. „Katla er nú í meginatriðum frekar róleg, miðað við það sem hún er búin að vera undanfarin ár,” segir Magnús Tumi í viðtali á Stöð 2. Aukna rafleiðni í Múlakvísl, sem mældist í síðustu viku, telur hann merki um flæði jarðhitavatns. Há leiðni mælist nánast á hverju ári og það þýði leka úr jarðhitasvæðum í jöklinum. „En auðvitað verðum við að fylgjast vel með og vita hvað er að gerast á hverjum tíma.” Magnús Tumi telur raunar að dregið hafi úr líkum á Kötlugosi. „Ég tel minni líkur á Kötlugosi á næstunni heldur en ég taldi fyrir 2-3 árum.”Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð2/Ragnar DagurÞegar prófessorinn er spurður hvaða eldstöð á Íslandi teljist líklegust til að gjósa næst er svarið: Hekla. „Ef Hekla ætlar að halda áfram þeim takti sem hún hefur haft síðan 1947, eða 1970, þá má búast við að komi gos þar á næstu misserum. En það er nú bara þannig að ef við förum aftur fyrir 1947 þá tók hún 50 til 100 ára hlé alltaf á milli gosa. Það má vel vera að hún sé stokkin í þann haminn aftur. En ég myndi nú samt segja að Hekla er svona sá staður sem líklegastur er.” Tengdar fréttir Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53 Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50 Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Líkur á Kötlugosi eru nú taldar minni en var fyrir tveimur árum og hefur dregið úr óróa í eldstöðinni. Annað gildir hins vegar um Heklu og segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor að hún sé núna líklegasta eldfjallið til að gjósa á næstu misserum. Margir héldu að gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 myndi ræsa Kötlu í gang. Hlaupið sem kom niður Mýrdalssand sumarið 2011 og skolaði burt brúnni yfir Múlakvísl var bara til að styrkja trú manna um að stutt væri í Kötlugos en þá mynduðust djúpir sigkatlar yfir eldstöðinni. En hún hefur hins vegar ekkert bært á sér að ráði síðasta árið. „Katla er nú í meginatriðum frekar róleg, miðað við það sem hún er búin að vera undanfarin ár,” segir Magnús Tumi í viðtali á Stöð 2. Aukna rafleiðni í Múlakvísl, sem mældist í síðustu viku, telur hann merki um flæði jarðhitavatns. Há leiðni mælist nánast á hverju ári og það þýði leka úr jarðhitasvæðum í jöklinum. „En auðvitað verðum við að fylgjast vel með og vita hvað er að gerast á hverjum tíma.” Magnús Tumi telur raunar að dregið hafi úr líkum á Kötlugosi. „Ég tel minni líkur á Kötlugosi á næstunni heldur en ég taldi fyrir 2-3 árum.”Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð2/Ragnar DagurÞegar prófessorinn er spurður hvaða eldstöð á Íslandi teljist líklegust til að gjósa næst er svarið: Hekla. „Ef Hekla ætlar að halda áfram þeim takti sem hún hefur haft síðan 1947, eða 1970, þá má búast við að komi gos þar á næstu misserum. En það er nú bara þannig að ef við förum aftur fyrir 1947 þá tók hún 50 til 100 ára hlé alltaf á milli gosa. Það má vel vera að hún sé stokkin í þann haminn aftur. En ég myndi nú samt segja að Hekla er svona sá staður sem líklegastur er.”
Tengdar fréttir Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53 Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50 Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu. 8. janúar 2014 12:53
Fyrirvarinn yrði einn til tveir tímar "Það er enginn hlaupandi um gangana eða neitt. Menn vinna bara sína venjulegu vinnu. Þetta er bara vegna örlítil aukning í bakgrunnsskjálftavirkni. Það gefur til kynna að virknin sé pínulítið meiri en venjulega,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Almannavarnir lýstu í morgun yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Heklu. 26. mars 2013 11:50
Óvissustig vegna hugsanlegs goss í Heklu Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á Hvolsvelli. 26. mars 2013 11:22