Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. Næstkomandi miðvikudag munu NBA leikmennirnir fyrrverandi keppa við leikmenn frá Norður-Kóreu í tilefni afmæli Kim Jong-Un, leiðtoga landsins.
Þetta er fjórða heimsókn Rodman til Norður-Kóreu, en hann segist vera vinur Kim Jong-Un og að markmið hans sé að tengja Kóreu og Bandaríkin. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið skýrt fram að Rodman sé ekki fulltrúi bandarískra yfirvalda.
Í liði Rodman eru þeir Kenny Anderson, Cliff Robinson og Vin Baker. Einnig eru þeir Eric Floyd, Doug Christie og Charles D. Smith, sem spiluðu með New York Knicks.
