Tottenham vann mikilvægan sigur á Southampton 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Christian Eriksen skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.
Eriksen skoraði með góðu skoti á 40. mínútu eftir sendingu Nacer Chadli.
Mauricio Pochettino þjálfari Tottenham gat því fagnað sigri á fyrrum lærisveinum sínum í leikslok.
Þetta var fyrsta tap Southampton frá því í fyrstu umferðinni en liðið er í þriðja sæti með 13 stig. Tottenham er komið í 6. sæti með 11 stig.

