Söngkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og lagahöfundurinn Karl Olgeirsson eiga eitt af lögunum tíu sem taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Lagið heitir Lífið kviknar á ný en þar sem tvíeykið hefur ekki leyfi til að spila það strax ákváðu þau að fara ótroðnar slóðir í kynningu og fengu m.a. til liðs við sig Eurovision-farana Pál Óskar, Selmu Björns og Helgu Möller ásamt stórsöngvaranum Ragga Bjarna og Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra.
Ísland í dag sviptir hulunni af herlegheitunum klukkan 18:55 í kvöld, strax að loknum fréttum.
Páll Óskar og Selma Björns leggja Eurovision-lagi lið
Hugrún Halldórsdóttir skrifar