Erlent

GERB-flokkur fær 33 prósent

Freyr Bjarnason skrifar
Boyko Borisov greiðir atkvæði í búlgörsku kosningunum í gær.
Boyko Borisov greiðir atkvæði í búlgörsku kosningunum í gær. Fréttablaðið/AP
Tvær útgönguspár gefa til kynna að miðhægri GERB-flokkurinn sigri í þingkosningunum í Búlgaríu í gær en nái þó ekki meirihluta.

Samkvæmt útgönguspá The Alpha Research fær flokkur fyrrverandi forsætisráðherrans Boyko Borisov, GERB, 33,2 prósent atkvæða. Í öðru sæti eru sósíalistar með 16,5 prósent. Útgönguspá Gallup International gefur svipaða niðurstöðu.

Búlgaríumenn vonast margir hverjir eftir því að næsta ríkisstjórn muni endurreisa efnahaginn í landinu. Alls búa 7,3 milljónir í landinu, sem er það fátækasta í Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×