Erlent

Fimm féllu og tólf særðust

Freyr Bjarnason skrifar
Ramzdan Kadyrov. Árásarmaðurinn var í lögreglubúningi og sýndi lögregluskilríki áður en hann sprengdi sig í loft upp.
Ramzdan Kadyrov. Árásarmaðurinn var í lögreglubúningi og sýndi lögregluskilríki áður en hann sprengdi sig í loft upp. Fréttablaðið/AP
Fimm lögreglumenn féllu og tólf særðust í sjálfsmorðsprengjuárás í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í gær.

Árásin var gerð sama dag og borgin fagnaði afmæli leiðtoga Tsjetsjeníu, Ramzdan Kadyrov, sem er hliðhollur Rússum.

Kadyrov sagði blaðamönnum að árásarmaðurinn hefði verið í lögreglubúningi og sýnt lögregluskilríki þegar hann reyndi að komast í gegnum málmleitarhlið við tónleikahöll í Grosní. Þegar lögreglan reyndi að stöðva hann sprengdi hann sig í loft upp.

Talið er að árásarmaðurinn hafi verið nítján ára Tsjetsjeni. Síðustu sjálfsmorðsprengjuárásir í Rússlandi voru gerðar í fyrra í Volgograd. Þá létust 34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×