Erlent

Getur látið hundinn ráðast á mann og hætta við

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá hundinn í myndbandinu.
Hér má sjá hundinn í myndbandinu.
Grant Teeboon, sem heldur úti vinsælli Facebook-síðu um hundaþjálfun, birti í gær myndband af sérþjálfuðum hundi og hefur myndbandið vakið mikla athygli. Í því má sjá hund sem virðist vera algjörlega undir stjórn eiganda síns, sem getur sagt hundinum að ráðast á annan mann og svo láta af árásanni. Í myndbandinu sést hundurinn hlýða manninum algjörlega í einu og öllu.

Facebook-síða Teeboon er mjög vinsæl. Hann heldur einnig úti síðunni The Paw Man.

Í athugasemdum við myndbandið keppist fólk við að lýsa yfir aðdáun sinni á því hversu vel hundurinn er þjálfaður. Teeboon hvetur fólk til þess að fara með hundana sína til góðra hundaþjálfara.

Hér að neðan má sjá myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×