Enski boltinn

Meiðsli Courtois ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Chelsea hefur staðfest að markvörðurinn Thibaut Courtois hlaut ekki alvarlega höfuðáverka í leik liðsins gegn Arsenal í gær.

Hann lenti í hörðu samstuði við Alexis Sanchez snemma í leiknum sem Chelsea vann, 2-0. Hann var síðar tekinn af velli og fluttur upp á sjúkrahús eftir að honum virtist blæða úr eyranu.

Chelsea hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðfest er að blóðið hafi komið úr skurði á eyranu.

„Thibaut fékk meðhöndlun vegna lítils skurðar á eyranu og fékk að fara heim frá sjúkrahúsinu í gær,“ sagði í tilkynningunni.

Enska úrvalsdeildin hefur einnig sagt að Chelsea hafi staðið rétt að málum og farið eftir nýjum reglum um höfuðáverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×