Innlent

Össur spyr um fjölda grunaðra

Atli Ísleifsson skrifar
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beint fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar dómsmálaráðherra um stöðu manna sem grunaðir eru um refsiverða háttsemi í skilningi 1. gr. laga um embætti sérstaks saksóknara.

Fyrirspurn Össurar í er í fimm liðum og er óskað eftir skriflegu svari.

Spurningar Össurar eru:

    1.     Hve margir eru grunaðir um refsiverða háttsemi í skilningi 1. gr. laga um embætti sérstaks saksóknara, nr. 135/2008? 

    2.     Hversu lengi hafa þessir menn haft stöðu grunaðra manna? Svarið óskast sundurliðað eftir málum. 

    3.     Hve margir hafa stöðu grunaðs manns í fleiri en einu máli? Svarið óskast sundurliðað eftir grunuðum mönnum án nafngreiningar. 

    4.     Hve margir hafa haft stöðu grunaðs manns án þess að rannsókn þess hafi leitt til ákæru? 

    5.     Hefur Ísland undirgengist einhverja þjóðréttarsamninga sem kveða á um takmörk við því hve lengi menn geta haft stöðu grunaðra manna án þess að þeir sæti ákæru? Svarið óskast sundurliðað eftir samningum og ákvæðum þeirra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×