Erlent

Kýrin Milkshake heldur að hún sé hundur

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Kýrin Milkshake heldur að hún sé hundur.
Kýrin Milkshake heldur að hún sé hundur.
Kýrin Mjólkurhristingur, sem á ensku er kölluð Milkshake, heldur að hún sé hundur. Henni var bjargað fyrir fjórum árum, eftir að fyrri eigandi hennar fór illa með hana. Grace-samtökin í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum bjöguðu kúnni og hefur líf hennar snarbatnað síðan.

Forstöðukona samtakana, Beth DeCaprio, segir að Milshake viti ekki að hún sé kýr. Hún sækir mikið í að umgangast hunda og virðist halda að hún sé í raun hundur, samkvæmt Beth. Beth segir kýrina stundum reyna að komast í aftursæti bíla.

Grace-samtökin reka búgarð og taka bæði við dýrum og börnum, sem eiga ekki í önnur hús að vernda eða þurfa að komast í burtu úr erfiðum aðstæðum. Börnin hjálpa til við að sjá um dýrin og er dýrahaldið hugsað sem þáttur í uppeldi barnanna.

Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttastofu CBS um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×