Erlent

Vilja fá fanga í stað stúlkna

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Stúlkurnar sjást þylja bænir á arabísku, íklæddar hijab að hætti múslima.
Stúlkurnar sjást þylja bænir á arabísku, íklæddar hijab að hætti múslima. Vísir/AFP
Boko Haram, samtök öfgamanna í Nígeríu, krefjast þess að fá liðsmenn sína lausa úr fangelsi í skiptum fyrir hundruð stúlkna sem samtökin rændu í síðasta mánuði.

Samtökin birtu í gær myndband þar sem hluti stúlknanna sést biðja bænir á arabísku og eru þær íklæddar hijab að hætti múslima.

Þetta myndband er fyrsta staðfesting þess að stúlkurnar hafi verið í haldi samtakanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×