Erlent

Gríðarleg eyðilegging á Indlandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þak flugvallarbyggingarinnar fauk af.
Þak flugvallarbyggingarinnar fauk af. vísir/ap
Tuttugu og tveir hið minnsta eru látnir eftir fellibylinn Hudhud sem gengið hefur yfir héruðin Andhra Pradesh og Odissa á Indlandi síðustu tvo daga. Tæplega sjö þúsund hús eru nú rústin ein og hátt í tvö þúsund skepnur dauðar.

Ástandið er hvað verst í borginni Visakhapatnam en yfirvöld á Indlandi tilkynntu í gær að flugherinn myndi varpa matarpökkum til þeirra sem á því þurfa síðar í dag.

Þá varð flugvöllur borgarinnar fyrir gríðarlegum skemmdum er hluti af þaki flugvallarbyggingarinnar rifnaði af. Starfsemi þar liggur því niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×