Erlent

UKIP vinnur þingsæti í fyrsta sinn

Douglas Carswell ásamt leiðtoganum Nigel Farage.
Douglas Carswell ásamt leiðtoganum Nigel Farage.
Breski sjálfstæðisflokkurinn, eða UKIP, fékk sinn fyrsta mann kjörinn á breska þingið í gærkvöldi þegar Douglas Carswell tryggði flokknum sæti í Clacton. Carswell var áður þingmaður íhaldsflokksins en skipti um lið fyrir nokkru og því þurfti að kjósa að nýju.

Hann átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja nýja flokknum sætið í gær þegar aukakostningar í nokkrum kjördæmum fóru fram.

UKIP flokkurinn, undir forystu Nigel Farage, hefur verið á mikilli siglingu síðustu ár og er búist við að flokkurinn eigi eftir að gera strandhögg í mörgum kjördæmum í næstu þingkosningum í Bretlandi í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×