Innlent

Óskar hættir hjá Mogganum

Jakob Bjarnar skrifar
Óskar Magnússon ætlar að láta af störfum hjá Árvakri um næstu áramót.
Óskar Magnússon ætlar að láta af störfum hjá Árvakri um næstu áramót. visir/stefán
Óskar Magnús­son, út­gef­andi Morgunblaðsins, til­kynnti á starfs­manna­fundi fyrr í dag að hann vilji láta af störf­um hjá Árvakri, út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðsins og mbl.is. Hann hyggst hætta strax um næstu ára­mót. Ekki liggur fyrir hver mun taka við starfi hans.

Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Óskari að hann vilji fá tækifæri til að sinna öðrum hugðarefnum en þeim að snúast í kringum Morgunblaðið, nefnilega þeim að sinna ritstörfum en Óskar hefur sent frá sér þrjár bækur á undanförnum árum. Þá segir Óskar svo frá að hann rækti tún á Sámsstaðabakka, gróðurstöð á Tumastöðum í Fljótshlíð og þar leynist örugglega ný tækifæri.

Að sögn Óskars er rekstur Árvakurs kominn á sléttan sjó sem sannarlega var ekki staðan fyrir fimm til sex árum, þá er hann hóf þar störf; þá var gríðarlegur taprekstur fyrirliggjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×