Erlent

Pakistan sendir Indlandi tóninn

Samúel Karl Ólason skrifar
Þorpsbúar sem búa við landamæri ríkjanna komu sér fyrir í neðanjarðarbyrgi í vikunni
Þorpsbúar sem búa við landamæri ríkjanna komu sér fyrir í neðanjarðarbyrgi í vikunni Vísir/AFP
Yfirvöld í Pakistan sögðu í dag að árásir Indlands í vikunni hefðu skemmt friðarviðræður ríkjanna. Þeir vöruðu yfirvöld í Indlandi við „ævintýrum“ og sögðu pakistanska herinn tilbúinn til að bregðast við árásum.

Þrátt fyrir að smáir bardagar séu algengir við landamæri ríkjanna eru átök vikunnar stærsta brot á vopnahléi ríkjanna frá 2003. Tuttugu manns féllu sitthvoru megin við landamærin. Þó hefur dregið töluvert úr skothríðinni í dag.

AP fréttaveitan segir Indverja halda því fram að Pakistan hafi hafið skothríðina, sem hófst síðasta sunnudag. Að tilgangur þess hafi verið að gera aðskilnaðarsinnum í Kasmír kleift að laumast inn í Indland. Því neita yfirvöld í Pakistan.

Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Pakistan segir að þrátt fyrir að átökin hafi hægt á friðarviðræðum ríkjanna, sé stríð ekki mögulegt. Þar sem bæði ríkin þekki getu hins, en bæði Indland og Pakistan búa yfir kjarnorkuvopnum.

Athygli vekur að friðarverðlaunahafarnir Malala Yousafzai og Kailash Satyarti, eru frá Pakistan og Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×