Innlent

Selur við fyrirsætustörf í Kópavogi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Selurinn virtist skella upp úr.
Selurinn virtist skella upp úr. Vísir/Vilhelm
Þessi fallegi selur vakti athygli nærstaddra í Kópavogi um klukkan hálf tvö í dag. Selurinn lá í makindum sínum ofan á steini og virtist njóta sólarinnar sem heiðrað hefur íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga. Talið er að selurinn hafi komist í sjálfheldu á steininum eftir að hæð sjávar í fjöruborðinu lækkaði.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Kópavogsbúi með meiru, var á ferðinni í Kópavogi og heilsaði upp á selinn sem var hinn vinalegasti. Lét hann sér fátt um finnast þótt Vilhelm drægi myndavélina á loft og virtist öllu vanur hvað við kemur fyrirsætustörfum.

Björgunarsveitarmenn í Kópavogi komu svo á vettvang og hjálpuðu selnum af steininum og út í Fossvoginn á ný.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Fegurðarblundur í Kópavogi.Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarfólk fór yfir málin með selnum.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×