Messan: Gerrard alveg fjarverandi í sóknarleiknum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. nóvember 2014 12:30 „Sögulega séð er himinn og haf á milli liðanna. Þú ferð á Selhurst Park og kemst 1-0 yfir. Eftir það á Liverpool að klára leikinn,“ sagði Ríkharður Daðason um tap Liverpool gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool komst marki yfir en fékk svo á sig þrjú mörk. Ríkharður byrjaði á því að taka varnarleik liðsins fyrir. „Bolaise og Gayle taka skiptingu. Sjáðu hvað þeir eru báðir [Lovren og Skrtel] utan við sig. Lovren er lengi að snúa og elta Bolasie sem fær tíma til að stilla sig af og skjóta. En Skrtel er upptekinn við að benda Lovren á að taka Bolasie og á meðan gleymir hann fylgja Gayle sem hirðir frákastið.“ „Þessi leikur var ekki góður af hálfu Liverpool. Það var ekkert að frétta af sóknarleiknum. Ég punktaði hjá mér tvær sóknir þar sem maður sá hreyfingu sem minnti á Liverpool í fyrra.“ Hjörtur Hjartarson, sem stýrði þættinum í fjarveru Gumma Ben, minntist á orð Phil Neville um Liverpool-liðið sem hann segir ekki vera betra en þetta. „Auðvitað lendir liðið í þessum skelfilegu meiðslum og Luis Suárez sem var besti leikmaður deildarinnar í fyrra er farinn. Maður bjóst samt ekki við þessu. Þeir skoruðu og skoruðu í fyra, en það gengur ekkert fyrir framan markið núna,“ sagði Hjörvar Hafliðason um orð Neville. Ríkharður Daðason tók svo Steven Gerrard fyrir, en fyrirliðinn hefur ekki verið góður í ár. „Ég upplifi Steven Gerrard árinu eldri. Maður sér það á honum að hann er hægari og sjaldnar kemur hann og tekur þátt í sóknarleiknum. Mér finnst hann ofboðslega oft í rauninni vera kominn aftur fyrir framherjann í liði andstæðinganna til að fá hliðarsendingu og senda boltann svo þvert. Hann er alveg fjarverandi í sóknarleiknum og Liverpool er eki búið að finna út hvað það ætlar að gera í staðinn.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher: Engir karlmenn og engir leiðtogar í Liverpool-liðinu Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool-liðsins gagnrýndi liðið harðlega eftir 3-1 tapið á móti Crystal Palace í gær en Liverpool-liðið hefur nú aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. 24. nóvember 2014 08:30 Neville: Liverpool er ekki betra en þetta Knattspyrnusérfræðingur BBC telur Liverpool-menn hafa gert sér of miklar væntingar fyrir tímabilið. 24. nóvember 2014 12:45 Sturridge boðar endurkomu sína Daniel Sturridge segir að það sé engan bilbug á honum að finna. 24. nóvember 2014 22:19 Draumabyrjun Liverpool dugði skammt | Sjáið mörkin Crystal Palace skellti Liverpool 3-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þrátt fyrir að lenda undir strax á annarri mínútu leiksins. 23. nóvember 2014 00:01 Brendan Rodgers: Ég veit vel að ég þarf að fara vinna leiki Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, tók fulla ábyrgð á tapi liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær en Liverpool, sem komst í 1-0 í leiknum, tapaði leiknum 3-1 og er þar með búið að tapa þremur deildarleikjum í röð. 24. nóvember 2014 07:30 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
„Sögulega séð er himinn og haf á milli liðanna. Þú ferð á Selhurst Park og kemst 1-0 yfir. Eftir það á Liverpool að klára leikinn,“ sagði Ríkharður Daðason um tap Liverpool gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool komst marki yfir en fékk svo á sig þrjú mörk. Ríkharður byrjaði á því að taka varnarleik liðsins fyrir. „Bolaise og Gayle taka skiptingu. Sjáðu hvað þeir eru báðir [Lovren og Skrtel] utan við sig. Lovren er lengi að snúa og elta Bolasie sem fær tíma til að stilla sig af og skjóta. En Skrtel er upptekinn við að benda Lovren á að taka Bolasie og á meðan gleymir hann fylgja Gayle sem hirðir frákastið.“ „Þessi leikur var ekki góður af hálfu Liverpool. Það var ekkert að frétta af sóknarleiknum. Ég punktaði hjá mér tvær sóknir þar sem maður sá hreyfingu sem minnti á Liverpool í fyrra.“ Hjörtur Hjartarson, sem stýrði þættinum í fjarveru Gumma Ben, minntist á orð Phil Neville um Liverpool-liðið sem hann segir ekki vera betra en þetta. „Auðvitað lendir liðið í þessum skelfilegu meiðslum og Luis Suárez sem var besti leikmaður deildarinnar í fyrra er farinn. Maður bjóst samt ekki við þessu. Þeir skoruðu og skoruðu í fyra, en það gengur ekkert fyrir framan markið núna,“ sagði Hjörvar Hafliðason um orð Neville. Ríkharður Daðason tók svo Steven Gerrard fyrir, en fyrirliðinn hefur ekki verið góður í ár. „Ég upplifi Steven Gerrard árinu eldri. Maður sér það á honum að hann er hægari og sjaldnar kemur hann og tekur þátt í sóknarleiknum. Mér finnst hann ofboðslega oft í rauninni vera kominn aftur fyrir framherjann í liði andstæðinganna til að fá hliðarsendingu og senda boltann svo þvert. Hann er alveg fjarverandi í sóknarleiknum og Liverpool er eki búið að finna út hvað það ætlar að gera í staðinn.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher: Engir karlmenn og engir leiðtogar í Liverpool-liðinu Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool-liðsins gagnrýndi liðið harðlega eftir 3-1 tapið á móti Crystal Palace í gær en Liverpool-liðið hefur nú aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. 24. nóvember 2014 08:30 Neville: Liverpool er ekki betra en þetta Knattspyrnusérfræðingur BBC telur Liverpool-menn hafa gert sér of miklar væntingar fyrir tímabilið. 24. nóvember 2014 12:45 Sturridge boðar endurkomu sína Daniel Sturridge segir að það sé engan bilbug á honum að finna. 24. nóvember 2014 22:19 Draumabyrjun Liverpool dugði skammt | Sjáið mörkin Crystal Palace skellti Liverpool 3-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þrátt fyrir að lenda undir strax á annarri mínútu leiksins. 23. nóvember 2014 00:01 Brendan Rodgers: Ég veit vel að ég þarf að fara vinna leiki Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, tók fulla ábyrgð á tapi liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær en Liverpool, sem komst í 1-0 í leiknum, tapaði leiknum 3-1 og er þar með búið að tapa þremur deildarleikjum í röð. 24. nóvember 2014 07:30 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Carragher: Engir karlmenn og engir leiðtogar í Liverpool-liðinu Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool-liðsins gagnrýndi liðið harðlega eftir 3-1 tapið á móti Crystal Palace í gær en Liverpool-liðið hefur nú aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. 24. nóvember 2014 08:30
Neville: Liverpool er ekki betra en þetta Knattspyrnusérfræðingur BBC telur Liverpool-menn hafa gert sér of miklar væntingar fyrir tímabilið. 24. nóvember 2014 12:45
Sturridge boðar endurkomu sína Daniel Sturridge segir að það sé engan bilbug á honum að finna. 24. nóvember 2014 22:19
Draumabyrjun Liverpool dugði skammt | Sjáið mörkin Crystal Palace skellti Liverpool 3-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þrátt fyrir að lenda undir strax á annarri mínútu leiksins. 23. nóvember 2014 00:01
Brendan Rodgers: Ég veit vel að ég þarf að fara vinna leiki Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, tók fulla ábyrgð á tapi liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær en Liverpool, sem komst í 1-0 í leiknum, tapaði leiknum 3-1 og er þar með búið að tapa þremur deildarleikjum í röð. 24. nóvember 2014 07:30