Færð og aðstæður
Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa er óveður mjög víða. Hálka og skafrenningur er á Mosfells og Lyngdalsheiði.
Ófært er um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Svínadal en þæfingsfærð um Laxárdalsheiði. þungfært og skafrenningur um Fróðárheiði annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð.
Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu og verður staðan metin aftur á morgun 11. des. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs, einnig er staðan metin aftur á morgun 11. des.
Á Norðurlandi vestra er lokað á Þverárfjalli og Vatnsskarði.
Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Þæfingsfærð í Oddskarði og skafrenningur. Hálka og éljagangur er víða á Austurlandi.