Erlent

Dæmd í fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konan skrifaði skilaboð á vefsíðu hryðjuverkasamtaka þar sem hún sagðist vonast til þess að sonur sinn myndi verða herskár íslamisti.
Konan skrifaði skilaboð á vefsíðu hryðjuverkasamtaka þar sem hún sagðist vonast til þess að sonur sinn myndi verða herskár íslamisti. Vísir/Getty
Sex barna móðir hefur verið dæmd í 5 ára og þriggja mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir að hvetja til hryðjuverka í gegnum Facebook.

Konan, Runa Khan, deildi á Facebook-síðu sinni grein um hvernig íslamskar mæður gætu alið upp róttæk börn, en dómarinn sagði að greinin ýtti undir öfgar í anda herskárra og bókstafstrúaðra íslamista. Þá deildi hún mynd af sjálfsmorðssprengjuvesti.  

Þá skrifaði Khan skilaboð á vefsíðu hryðjuverkasamtaka þar sem hún sagðist vonast til þess að sonur sinn myndi verða herskár íslamisti.

Saksóknari hélt því fram fyrir dómi að Khan væri skoðanasystra róttækra íslamista. Þá sagði yfirmaður rannsóknardeildar hryðjuverka hjá lögreglunni að Khan hefði notað samfélagsmiðla sem „tæki fyrir hryðjuverk.“  

Leynilögreglumaður komst á snoðir um Khan og skoðanir hennar þegar hann spjallaði við hana á Facebook. Lögreglan gerði húsleit heima hjá henni og fann þá meðal annars myndir af börnum í Sýrlandi með byssur og handsprengjur í hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×