Barcelona á flesta uppalda leikmenn í bestu deildum Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2014 22:30 Andres Iniesta og Lionel Messi. Vísir/Getty Unglingastarf Barcelona hefur skilað flestum leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu í dag samkvæmt nýrri rannsókn hjá CIES Football Observatory. Alls eru 43 leikmenn að spila í bestu deildum Evrópu sem fóru á sínum tíma í gegnum La Masia akademíuna hjá Barcelona en þá er verið að tala um toppdeildarnar í England, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Manchester United er í öðru sæti á þessum lista með 36 leikmenn, tveimur fleiri en Real Madrid sem er með 34 uppalda leikmenn sem eru að spila í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Real Madrid er aftur á móti í öðru sæti yfir uppalda leikmenn sem eru að spila með öðrum félögum. Þrettán af umræddum 43 leikmönnum Barcelona eru enn að spila með félaginu en 30 leikmenn eru að spila annarsstaðar og þar á meðal eru menn eins og Cesc Fabregas (Chelsea), Thiago Alcantara (Bayern München), Christian Tello (Porto) og Stoke-leikmennirnir Bojan Krkic og Marc Muniesa. Arsenal kemur næst á eftir Manchester United í framleiðslunni af ensku liðunum en 15 af 22 uppöldum leikmönnum Arsenal eru ekki að spila með félaginu. Aston Villa er þriðja hæsta enska liðið og Manchester City, Chelsea og Tottenham hafa síðan öll skilað tólf leikmönnum en Liverpool er hvergi sjáanlegt á topplistanum,Flestir uppaldir leikmenn í einni af fimm bestu deildum Evrópu: 1. Barcelona, Spáni 43 2. Manchester United, Englandi 36 3. Real Madrid, Spáni 34 4. Lyon, Frakklandi 33 5. Paris Saint Germain, Frakklandi, 27 6. Athletic Bilbao, Spáni 24 6. Real Sociedad, Spáni 24 6. Stade Rennais, Frakklandi 24 9. Bordeaux, Frakklandi 22 9.Lens, Frakklandi 22 9. Arsenal, Englandi 22 9. Atalanta, Ítalíu 22 Hér fyrir neðan má síðan sjá töflu sem fylgdi frétt ESPN um þessa nýju rannsókn en þar eru öll liðin sem hafa skilað leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu.Barcelona top homegrown talent table with 43, according to @sportCIES research. Man Utd in 2nd http://t.co/askWSFp75t pic.twitter.com/tkWgbQC9sy— ESPN FC (@ESPNFC) October 28, 2014 Enski boltinn Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Unglingastarf Barcelona hefur skilað flestum leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu í dag samkvæmt nýrri rannsókn hjá CIES Football Observatory. Alls eru 43 leikmenn að spila í bestu deildum Evrópu sem fóru á sínum tíma í gegnum La Masia akademíuna hjá Barcelona en þá er verið að tala um toppdeildarnar í England, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Manchester United er í öðru sæti á þessum lista með 36 leikmenn, tveimur fleiri en Real Madrid sem er með 34 uppalda leikmenn sem eru að spila í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Real Madrid er aftur á móti í öðru sæti yfir uppalda leikmenn sem eru að spila með öðrum félögum. Þrettán af umræddum 43 leikmönnum Barcelona eru enn að spila með félaginu en 30 leikmenn eru að spila annarsstaðar og þar á meðal eru menn eins og Cesc Fabregas (Chelsea), Thiago Alcantara (Bayern München), Christian Tello (Porto) og Stoke-leikmennirnir Bojan Krkic og Marc Muniesa. Arsenal kemur næst á eftir Manchester United í framleiðslunni af ensku liðunum en 15 af 22 uppöldum leikmönnum Arsenal eru ekki að spila með félaginu. Aston Villa er þriðja hæsta enska liðið og Manchester City, Chelsea og Tottenham hafa síðan öll skilað tólf leikmönnum en Liverpool er hvergi sjáanlegt á topplistanum,Flestir uppaldir leikmenn í einni af fimm bestu deildum Evrópu: 1. Barcelona, Spáni 43 2. Manchester United, Englandi 36 3. Real Madrid, Spáni 34 4. Lyon, Frakklandi 33 5. Paris Saint Germain, Frakklandi, 27 6. Athletic Bilbao, Spáni 24 6. Real Sociedad, Spáni 24 6. Stade Rennais, Frakklandi 24 9. Bordeaux, Frakklandi 22 9.Lens, Frakklandi 22 9. Arsenal, Englandi 22 9. Atalanta, Ítalíu 22 Hér fyrir neðan má síðan sjá töflu sem fylgdi frétt ESPN um þessa nýju rannsókn en þar eru öll liðin sem hafa skilað leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu.Barcelona top homegrown talent table with 43, according to @sportCIES research. Man Utd in 2nd http://t.co/askWSFp75t pic.twitter.com/tkWgbQC9sy— ESPN FC (@ESPNFC) October 28, 2014
Enski boltinn Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira