Feitir fá ekki að fljúga út á olíuborpalla Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2014 11:31 Starfsmenn borpalla þurfa, klæddir flotbúningi, að geta komist í gegnum op sem er 48 x 66 sentímetrar að stærð. vísir/getty Breska loftferðaeftirlitið hefur tilkynnt um hertar öryggisreglur vegna þyrluflugs til olíuborpalla. Tilefnið er mun hærri slysatíðni hjá Bretum en Norðmönnum en 14 af 15 þyrluslysum í Norðursjó á undanförnum fimmtán árum gerðust í breskri lögsögu. Á síðustu fimm árum urðu fimm þyrluslys með 20 dauðsföllum. Mesta athygli vekur að þyrluflugrekendum verður frá 1. apríl bannað að flytja farþega sem eru of stórir til að geta komist fullklæddir út um opnanlega neyðarglugga á þyrlunum. Ekki er búið að ákveða við hvaða ummál farþega verður miðað en lágmarksstærð á neyðargluggum á þyrlum verður 48 sentímetra breidd og 66 sentímetra hæð. Borpallastarfsmenn þurfa að geta troðið sér í gegnum slíkt op íklæddir flotbúningi og öðrum nauðsynlegum björgunarbúnaði á sjó. Þá verður þess krafist að þyrlurnar verði búnar neyðarflotholtum sem komi í veg fyrir að þær velti á hliðina eftir nauðlendingu á sjó. Það er norska blaðið Teknisk Ukeblad sem greinir frá þessu. Hertar reglur eru settar í framhaldi af rannsókn breskra flugmálayfirvalda á því hversvegna mun fleiri slys urðu hjá flugrekendum sem fljúga út á breska borpalla í Norðursjó heldur en þeim sem fljúga út á norska borpalla. Á árabilinu frá 1992-2013 var tilkynnt um 25 þyrluslys á breska hlutanum, þar af sjö dauðaslys, sem kostuðu alls 51 mannslíf. Á sama tíma var eitt dauðaslys í þyrluflugi á norska hlutanum, sem kostaði tólf mannslíf. Tíðni dauðaslysa á breska hlutanum reyndist vera 0,34 á hverja 100.000 flugtíma eða þrefalt hærri en á norska hlutanum þar sem tíðnin var 0,11 slys á 100.000 flugtíma. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Breska loftferðaeftirlitið hefur tilkynnt um hertar öryggisreglur vegna þyrluflugs til olíuborpalla. Tilefnið er mun hærri slysatíðni hjá Bretum en Norðmönnum en 14 af 15 þyrluslysum í Norðursjó á undanförnum fimmtán árum gerðust í breskri lögsögu. Á síðustu fimm árum urðu fimm þyrluslys með 20 dauðsföllum. Mesta athygli vekur að þyrluflugrekendum verður frá 1. apríl bannað að flytja farþega sem eru of stórir til að geta komist fullklæddir út um opnanlega neyðarglugga á þyrlunum. Ekki er búið að ákveða við hvaða ummál farþega verður miðað en lágmarksstærð á neyðargluggum á þyrlum verður 48 sentímetra breidd og 66 sentímetra hæð. Borpallastarfsmenn þurfa að geta troðið sér í gegnum slíkt op íklæddir flotbúningi og öðrum nauðsynlegum björgunarbúnaði á sjó. Þá verður þess krafist að þyrlurnar verði búnar neyðarflotholtum sem komi í veg fyrir að þær velti á hliðina eftir nauðlendingu á sjó. Það er norska blaðið Teknisk Ukeblad sem greinir frá þessu. Hertar reglur eru settar í framhaldi af rannsókn breskra flugmálayfirvalda á því hversvegna mun fleiri slys urðu hjá flugrekendum sem fljúga út á breska borpalla í Norðursjó heldur en þeim sem fljúga út á norska borpalla. Á árabilinu frá 1992-2013 var tilkynnt um 25 þyrluslys á breska hlutanum, þar af sjö dauðaslys, sem kostuðu alls 51 mannslíf. Á sama tíma var eitt dauðaslys í þyrluflugi á norska hlutanum, sem kostaði tólf mannslíf. Tíðni dauðaslysa á breska hlutanum reyndist vera 0,34 á hverja 100.000 flugtíma eða þrefalt hærri en á norska hlutanum þar sem tíðnin var 0,11 slys á 100.000 flugtíma.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira