James leyfði sér að dreyma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2014 07:45 James Rodriguez er nú þegar búinn að skora jafn mörg mörk (fimm) og markahæstu menn HM 2010 gerðu í allri þeirri keppni. fréttablaðið/getty „Hann er í sama gæðaflokki og Diego Maradona,“ sagði Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, eftir að lið hans var slegið úr leik í 16-liða úrslitum HM í Brasilíu á laugardagskvöldið. Hinn 22 ára James Rodriguez hafði farið á kostum og skorað bæði mörkin í nokkuð öruggum 2-0 sigri Kólumbíumanna sem um leið tryggðu sér sæti í fjórðungsúrslitum HM í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Rodriguez er markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk í fjórum leikjum. Þar að auki hefur hann auga fyrir sannkölluðum glæsimörkum en fyrra markið hans gegn Úrúgvæ fer í sögubækurnar sem eitt fallegasta mark annars frábærrar keppni í Brasilíu hingað til. James hefur skorað í hverjum einasta leik Kólumbíu á HM og þar að auki lagt upp tvö til viðbótar. Næst verður það undir gestgjöfunum í Brasilíu komið að stöðva þennan töframann. Liðin mætast í fjórðungsúrslitum á föstudagskvöld klukkan 20.00.Úr skugga Falcao Hann er á mála hjá AS Monaco í Frakklandi en þangað kom hann fyrir tæpa sjö milljarða króna (45 milljónir evra) frá Porto í Portúgal fyrir ári. Meira fór fyrir félagaskiptum annars Kólumbíumanns til Monaco það sumar en sóknarmaðurinn Falcao hefur hingað til verið talinn skærasta stjarna kólumbíska landsliðsins. Falcao sleit hins vegar krossband í hné í janúar og þrátt fyrir hetjulega baráttu náði hann ekki að jafna sig í tæka tíð. Óttuðust margir að fjarvera hans myndi veikja lið Kólumbíu til muna en James hefur nú margsýnt að þær áhyggjur reyndust óþarfar. Í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Úrúgvæ sagði Rodriguez að það ættu allir að leyfa sér að dreyma um að ná langt – það hafi hann gert. „Það er ekki auðvelt að afreka það sem ég hef gert. En það er mín skoðun að það sé allt hægt ef maður á sér draum og gerir allt sem maður getur til að láta hann rætast. Maður þarf bara að leggja nógu mikið á sig,“ sagði kappinn.Ótrúlegur skilningurJose Pekerman, landsliðsþjálfari Kólumbíu, er maðurinn á bak við árangur liðsins og lofaði hann einnig sinn mann í hástert. „Ég hef á mínum langa ferli verið með marga leikmenn í mínum liðum sem hafa búið yfir einstökum hæfileikum. En það sem hefur komið mér mest á óvart er að hann virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að skilja ákveðna þætti í þessari íþrótt sem tekur aðra knattspyrnumenn mörg ár að læra,“ sagði Pekerman. Brasilía hafði naumlega betur gegn Síle í 16-liða úrslitunum og þarf líklega að spila talsvert betur gegn Rodriguez og félögum til að komast áfram í undanúrslitin. Sér í lagi þar sem miklar væntingar eru gerðar til heimamanna í mótinu. „Það er engin pressa á okkur,“ sagði Rodriguez. „Brasilía á auðvitað frábæra leikmenn en við getum líka verið hættulegir. Þetta verður fallegur knattspyrnuleikur og ótrúlegt fyrir okkur að taka þátt í honum.“ HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01 James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59 Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
„Hann er í sama gæðaflokki og Diego Maradona,“ sagði Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, eftir að lið hans var slegið úr leik í 16-liða úrslitum HM í Brasilíu á laugardagskvöldið. Hinn 22 ára James Rodriguez hafði farið á kostum og skorað bæði mörkin í nokkuð öruggum 2-0 sigri Kólumbíumanna sem um leið tryggðu sér sæti í fjórðungsúrslitum HM í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Rodriguez er markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk í fjórum leikjum. Þar að auki hefur hann auga fyrir sannkölluðum glæsimörkum en fyrra markið hans gegn Úrúgvæ fer í sögubækurnar sem eitt fallegasta mark annars frábærrar keppni í Brasilíu hingað til. James hefur skorað í hverjum einasta leik Kólumbíu á HM og þar að auki lagt upp tvö til viðbótar. Næst verður það undir gestgjöfunum í Brasilíu komið að stöðva þennan töframann. Liðin mætast í fjórðungsúrslitum á föstudagskvöld klukkan 20.00.Úr skugga Falcao Hann er á mála hjá AS Monaco í Frakklandi en þangað kom hann fyrir tæpa sjö milljarða króna (45 milljónir evra) frá Porto í Portúgal fyrir ári. Meira fór fyrir félagaskiptum annars Kólumbíumanns til Monaco það sumar en sóknarmaðurinn Falcao hefur hingað til verið talinn skærasta stjarna kólumbíska landsliðsins. Falcao sleit hins vegar krossband í hné í janúar og þrátt fyrir hetjulega baráttu náði hann ekki að jafna sig í tæka tíð. Óttuðust margir að fjarvera hans myndi veikja lið Kólumbíu til muna en James hefur nú margsýnt að þær áhyggjur reyndust óþarfar. Í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Úrúgvæ sagði Rodriguez að það ættu allir að leyfa sér að dreyma um að ná langt – það hafi hann gert. „Það er ekki auðvelt að afreka það sem ég hef gert. En það er mín skoðun að það sé allt hægt ef maður á sér draum og gerir allt sem maður getur til að láta hann rætast. Maður þarf bara að leggja nógu mikið á sig,“ sagði kappinn.Ótrúlegur skilningurJose Pekerman, landsliðsþjálfari Kólumbíu, er maðurinn á bak við árangur liðsins og lofaði hann einnig sinn mann í hástert. „Ég hef á mínum langa ferli verið með marga leikmenn í mínum liðum sem hafa búið yfir einstökum hæfileikum. En það sem hefur komið mér mest á óvart er að hann virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að skilja ákveðna þætti í þessari íþrótt sem tekur aðra knattspyrnumenn mörg ár að læra,“ sagði Pekerman. Brasilía hafði naumlega betur gegn Síle í 16-liða úrslitunum og þarf líklega að spila talsvert betur gegn Rodriguez og félögum til að komast áfram í undanúrslitin. Sér í lagi þar sem miklar væntingar eru gerðar til heimamanna í mótinu. „Það er engin pressa á okkur,“ sagði Rodriguez. „Brasilía á auðvitað frábæra leikmenn en við getum líka verið hættulegir. Þetta verður fallegur knattspyrnuleikur og ótrúlegt fyrir okkur að taka þátt í honum.“
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01 James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59 Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01
James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59