James leyfði sér að dreyma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2014 07:45 James Rodriguez er nú þegar búinn að skora jafn mörg mörk (fimm) og markahæstu menn HM 2010 gerðu í allri þeirri keppni. fréttablaðið/getty „Hann er í sama gæðaflokki og Diego Maradona,“ sagði Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, eftir að lið hans var slegið úr leik í 16-liða úrslitum HM í Brasilíu á laugardagskvöldið. Hinn 22 ára James Rodriguez hafði farið á kostum og skorað bæði mörkin í nokkuð öruggum 2-0 sigri Kólumbíumanna sem um leið tryggðu sér sæti í fjórðungsúrslitum HM í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Rodriguez er markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk í fjórum leikjum. Þar að auki hefur hann auga fyrir sannkölluðum glæsimörkum en fyrra markið hans gegn Úrúgvæ fer í sögubækurnar sem eitt fallegasta mark annars frábærrar keppni í Brasilíu hingað til. James hefur skorað í hverjum einasta leik Kólumbíu á HM og þar að auki lagt upp tvö til viðbótar. Næst verður það undir gestgjöfunum í Brasilíu komið að stöðva þennan töframann. Liðin mætast í fjórðungsúrslitum á föstudagskvöld klukkan 20.00.Úr skugga Falcao Hann er á mála hjá AS Monaco í Frakklandi en þangað kom hann fyrir tæpa sjö milljarða króna (45 milljónir evra) frá Porto í Portúgal fyrir ári. Meira fór fyrir félagaskiptum annars Kólumbíumanns til Monaco það sumar en sóknarmaðurinn Falcao hefur hingað til verið talinn skærasta stjarna kólumbíska landsliðsins. Falcao sleit hins vegar krossband í hné í janúar og þrátt fyrir hetjulega baráttu náði hann ekki að jafna sig í tæka tíð. Óttuðust margir að fjarvera hans myndi veikja lið Kólumbíu til muna en James hefur nú margsýnt að þær áhyggjur reyndust óþarfar. Í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Úrúgvæ sagði Rodriguez að það ættu allir að leyfa sér að dreyma um að ná langt – það hafi hann gert. „Það er ekki auðvelt að afreka það sem ég hef gert. En það er mín skoðun að það sé allt hægt ef maður á sér draum og gerir allt sem maður getur til að láta hann rætast. Maður þarf bara að leggja nógu mikið á sig,“ sagði kappinn.Ótrúlegur skilningurJose Pekerman, landsliðsþjálfari Kólumbíu, er maðurinn á bak við árangur liðsins og lofaði hann einnig sinn mann í hástert. „Ég hef á mínum langa ferli verið með marga leikmenn í mínum liðum sem hafa búið yfir einstökum hæfileikum. En það sem hefur komið mér mest á óvart er að hann virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að skilja ákveðna þætti í þessari íþrótt sem tekur aðra knattspyrnumenn mörg ár að læra,“ sagði Pekerman. Brasilía hafði naumlega betur gegn Síle í 16-liða úrslitunum og þarf líklega að spila talsvert betur gegn Rodriguez og félögum til að komast áfram í undanúrslitin. Sér í lagi þar sem miklar væntingar eru gerðar til heimamanna í mótinu. „Það er engin pressa á okkur,“ sagði Rodriguez. „Brasilía á auðvitað frábæra leikmenn en við getum líka verið hættulegir. Þetta verður fallegur knattspyrnuleikur og ótrúlegt fyrir okkur að taka þátt í honum.“ HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01 James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjá meira
„Hann er í sama gæðaflokki og Diego Maradona,“ sagði Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, eftir að lið hans var slegið úr leik í 16-liða úrslitum HM í Brasilíu á laugardagskvöldið. Hinn 22 ára James Rodriguez hafði farið á kostum og skorað bæði mörkin í nokkuð öruggum 2-0 sigri Kólumbíumanna sem um leið tryggðu sér sæti í fjórðungsúrslitum HM í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Rodriguez er markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk í fjórum leikjum. Þar að auki hefur hann auga fyrir sannkölluðum glæsimörkum en fyrra markið hans gegn Úrúgvæ fer í sögubækurnar sem eitt fallegasta mark annars frábærrar keppni í Brasilíu hingað til. James hefur skorað í hverjum einasta leik Kólumbíu á HM og þar að auki lagt upp tvö til viðbótar. Næst verður það undir gestgjöfunum í Brasilíu komið að stöðva þennan töframann. Liðin mætast í fjórðungsúrslitum á föstudagskvöld klukkan 20.00.Úr skugga Falcao Hann er á mála hjá AS Monaco í Frakklandi en þangað kom hann fyrir tæpa sjö milljarða króna (45 milljónir evra) frá Porto í Portúgal fyrir ári. Meira fór fyrir félagaskiptum annars Kólumbíumanns til Monaco það sumar en sóknarmaðurinn Falcao hefur hingað til verið talinn skærasta stjarna kólumbíska landsliðsins. Falcao sleit hins vegar krossband í hné í janúar og þrátt fyrir hetjulega baráttu náði hann ekki að jafna sig í tæka tíð. Óttuðust margir að fjarvera hans myndi veikja lið Kólumbíu til muna en James hefur nú margsýnt að þær áhyggjur reyndust óþarfar. Í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Úrúgvæ sagði Rodriguez að það ættu allir að leyfa sér að dreyma um að ná langt – það hafi hann gert. „Það er ekki auðvelt að afreka það sem ég hef gert. En það er mín skoðun að það sé allt hægt ef maður á sér draum og gerir allt sem maður getur til að láta hann rætast. Maður þarf bara að leggja nógu mikið á sig,“ sagði kappinn.Ótrúlegur skilningurJose Pekerman, landsliðsþjálfari Kólumbíu, er maðurinn á bak við árangur liðsins og lofaði hann einnig sinn mann í hástert. „Ég hef á mínum langa ferli verið með marga leikmenn í mínum liðum sem hafa búið yfir einstökum hæfileikum. En það sem hefur komið mér mest á óvart er að hann virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að skilja ákveðna þætti í þessari íþrótt sem tekur aðra knattspyrnumenn mörg ár að læra,“ sagði Pekerman. Brasilía hafði naumlega betur gegn Síle í 16-liða úrslitunum og þarf líklega að spila talsvert betur gegn Rodriguez og félögum til að komast áfram í undanúrslitin. Sér í lagi þar sem miklar væntingar eru gerðar til heimamanna í mótinu. „Það er engin pressa á okkur,“ sagði Rodriguez. „Brasilía á auðvitað frábæra leikmenn en við getum líka verið hættulegir. Þetta verður fallegur knattspyrnuleikur og ótrúlegt fyrir okkur að taka þátt í honum.“
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01 James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjá meira
Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01
James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59