HM í Brasilíu hefur haft slæm áhrif á fátækustu íbúa landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2014 16:38 Kostnaður við HM var á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra Vísir/Getty Afleiðingar heimsmeistarmótsins í knattspyrnu sem haldið var í Brasilíu í sumar hafa komið illa við fátækustu íbúa landsins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem svissnesku góðgerðarsamtökin Terre des Hommes gerðu, en samtökin berjast gegn barnaþrælkun í þróunarlöndum. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hátt í 170.000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín svo byggja mætti m.a. leikvanga og flugvelli í tengslum við mótið. Þúsundir fjölskyldna hafi t.a.m. verið neyddar til að flytja í bráðabirgðahúsnæði án rafmagns og vatns. Er í skýrslunni varað við því að slíkir flutningar auki líkurnar á því að fólk lendi í fátæktargildru. Þessi mikli fjöldi er ekki í samræmi við upplýsingar sem FIFA hefur frá brasilískum yfirvöldum. Samkvæmt þeim hafi færri en 4000 fjölskyldur þurft að flytja vegna framkvæmda við undirbúning mótsins.Svissnesk góðgerðarsamtök telja þörf á að óháður aðili rannsaki starfsemi FIFAVísir/GettyÓháður aðili ætti að rannsaka starfsemi FIFA Danuta Sacher frá Terre des Hommes segir að gestgjafar stórra íþróttaviðburða greiði það dýru verði, bæði félagslega og fjárhagslega, að halda viðburð á borð við HM og Ólympíuleikana. „Það er talið að brasilísk stjórnvöld hafi lagt út á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra vegna heimsmeistaramótsins,“ segir Sacher við BBC. Það sé sama upphæð og brasilíska ríkið lagði út í verkefnið Bolsa Familia árið 2013, en hátt í 50 milljónir fátækra treysta á fjárhagsaðstoð sem fæst í gegnum Bolsa Familia. Sacher segir það ósanngjarnt að gestgjafaþjóðin þurfi að leggja út fyrir öllum kostnaði við undirbúning HM á meðan FIFA græðir milljarða á viðburðinum. Að mati Sacher eru efnahagsleg skammtímaáhrif HM hjá gestgjafaþjóðinni ágæt en langtímaáhrifin slæm. Stærstu viðskiptasamningarnir séu ekki gerðir við fyrirtæki í því landi þar sem mótið fer fram heldur við stór, fjölþjóðleg fyrirtæki. „Við teljum að óháður, alþjóðlegur aðili ætti að rannsaka starfsemi bæði FIFA og Alþjóðaólympíunefndarinnar. Bæði þessi sambönd segjast starfa í þágu almennings en svo virðist ekki alltaf vera að okkar mati. Sameinuðu þjóðirnar væru vel til þess fallnar að fara ofan í kjölinn á málum sambandanna,“ segir Sacher. FIFA Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Afleiðingar heimsmeistarmótsins í knattspyrnu sem haldið var í Brasilíu í sumar hafa komið illa við fátækustu íbúa landsins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem svissnesku góðgerðarsamtökin Terre des Hommes gerðu, en samtökin berjast gegn barnaþrælkun í þróunarlöndum. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hátt í 170.000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín svo byggja mætti m.a. leikvanga og flugvelli í tengslum við mótið. Þúsundir fjölskyldna hafi t.a.m. verið neyddar til að flytja í bráðabirgðahúsnæði án rafmagns og vatns. Er í skýrslunni varað við því að slíkir flutningar auki líkurnar á því að fólk lendi í fátæktargildru. Þessi mikli fjöldi er ekki í samræmi við upplýsingar sem FIFA hefur frá brasilískum yfirvöldum. Samkvæmt þeim hafi færri en 4000 fjölskyldur þurft að flytja vegna framkvæmda við undirbúning mótsins.Svissnesk góðgerðarsamtök telja þörf á að óháður aðili rannsaki starfsemi FIFAVísir/GettyÓháður aðili ætti að rannsaka starfsemi FIFA Danuta Sacher frá Terre des Hommes segir að gestgjafar stórra íþróttaviðburða greiði það dýru verði, bæði félagslega og fjárhagslega, að halda viðburð á borð við HM og Ólympíuleikana. „Það er talið að brasilísk stjórnvöld hafi lagt út á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra vegna heimsmeistaramótsins,“ segir Sacher við BBC. Það sé sama upphæð og brasilíska ríkið lagði út í verkefnið Bolsa Familia árið 2013, en hátt í 50 milljónir fátækra treysta á fjárhagsaðstoð sem fæst í gegnum Bolsa Familia. Sacher segir það ósanngjarnt að gestgjafaþjóðin þurfi að leggja út fyrir öllum kostnaði við undirbúning HM á meðan FIFA græðir milljarða á viðburðinum. Að mati Sacher eru efnahagsleg skammtímaáhrif HM hjá gestgjafaþjóðinni ágæt en langtímaáhrifin slæm. Stærstu viðskiptasamningarnir séu ekki gerðir við fyrirtæki í því landi þar sem mótið fer fram heldur við stór, fjölþjóðleg fyrirtæki. „Við teljum að óháður, alþjóðlegur aðili ætti að rannsaka starfsemi bæði FIFA og Alþjóðaólympíunefndarinnar. Bæði þessi sambönd segjast starfa í þágu almennings en svo virðist ekki alltaf vera að okkar mati. Sameinuðu þjóðirnar væru vel til þess fallnar að fara ofan í kjölinn á málum sambandanna,“ segir Sacher.
FIFA Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira