Hreinsuðu aðeins hluta hrossaskítsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2014 12:37 „Þetta eru örugglega einverjir guttar, mjög í óþökk skólans þar innfrá, sem voru eitthvað að vekja athygli á sér,“ segir Magnús Þorláksson, skólastjóri við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Magnús, kollegar hans í kennarastéttinni og nemendur Flensborgarskólans vöknuðu upp við vondan draum þegar þau mættu til leiks í morgun. Búið var að moka hrossaskít fyrir aðalinngang skólans. „Þeir virðast hafa verið teknir við aðalanddyrið. Nemendur okkar horfa upp á lögguna taka þá þar,“ segir Magnús. Í tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að drengirnir hefðu verið fjórir, 17 ára gamlir. Voru þeir að aka á brott þegar lögreglan hafði hendur í hári þeirra. Voru þeir látnir hreinsa upp eftir sig við anddyrið, svo var þeim ekið á brott og haft samband við foreldra þeirra. Þeir verði kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt Hafnarfjarðar. Magnús bendir á að viðkomandi nemendur, sem séu að öllum líkindum úr Menntaskólanum í Sund, hafi þrifið upp skítinn við anddyrið sjálfir. MS og Flensborg mætast í úrslitum Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna, í kvöld. Þar með var þó ekki öll sagan sögð. Í ljós hafi komið að einnig var búið að moka skít fyrir eina af innkeyrslum skólans. „Það olli ákveðnu uppnámi,“ segir Magnús og bendir á að nokkurt umferðaröngþveiti hafi skapast. Bílalest hafi verið upp Hringbrautina. Fór starfsfólk skólans sjálft í að moka skítinn til þess að bjarga málunum. Magnús segir að sér þyki verst að draga megi þá ályktun af fjölmiðlaumfjöllun að um nemendur í Flesborg sé að ræða. Svo sé alls ekki. Þá hefur Magnús ekki áhyggjur af því að nemendur í sínum skóla svari í sömu mynt. „Bæði er veðrið of vont og alltof mikið sómafólk. Ég hef enga trú á því.“ Skemmst er að minnast þess vorið 2010, þegar MS mætti Verzló í úrslitum Morfís, var skít dreift við inngang Verzlunarskólans. Fór svo að Már Vilhjálmsson, rektor við MS, mætti sjálfur og mokaði skítinn af tröppum Verzló.Vann MS sigur í Morfís það ár. Tengdar fréttir Kærðir fyrir að moka skít við aðaldyr Flensborgar Fjórir 17 ára piltar verða kærðir fyrir skítmokstur í Hafnarfirði í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú var lögreglunni tilkynnt um að menn væru að moka skít úr kerru við aðaldyr Flensborgarskólans. 11. apríl 2014 07:07 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
„Þetta eru örugglega einverjir guttar, mjög í óþökk skólans þar innfrá, sem voru eitthvað að vekja athygli á sér,“ segir Magnús Þorláksson, skólastjóri við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Magnús, kollegar hans í kennarastéttinni og nemendur Flensborgarskólans vöknuðu upp við vondan draum þegar þau mættu til leiks í morgun. Búið var að moka hrossaskít fyrir aðalinngang skólans. „Þeir virðast hafa verið teknir við aðalanddyrið. Nemendur okkar horfa upp á lögguna taka þá þar,“ segir Magnús. Í tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að drengirnir hefðu verið fjórir, 17 ára gamlir. Voru þeir að aka á brott þegar lögreglan hafði hendur í hári þeirra. Voru þeir látnir hreinsa upp eftir sig við anddyrið, svo var þeim ekið á brott og haft samband við foreldra þeirra. Þeir verði kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt Hafnarfjarðar. Magnús bendir á að viðkomandi nemendur, sem séu að öllum líkindum úr Menntaskólanum í Sund, hafi þrifið upp skítinn við anddyrið sjálfir. MS og Flensborg mætast í úrslitum Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna, í kvöld. Þar með var þó ekki öll sagan sögð. Í ljós hafi komið að einnig var búið að moka skít fyrir eina af innkeyrslum skólans. „Það olli ákveðnu uppnámi,“ segir Magnús og bendir á að nokkurt umferðaröngþveiti hafi skapast. Bílalest hafi verið upp Hringbrautina. Fór starfsfólk skólans sjálft í að moka skítinn til þess að bjarga málunum. Magnús segir að sér þyki verst að draga megi þá ályktun af fjölmiðlaumfjöllun að um nemendur í Flesborg sé að ræða. Svo sé alls ekki. Þá hefur Magnús ekki áhyggjur af því að nemendur í sínum skóla svari í sömu mynt. „Bæði er veðrið of vont og alltof mikið sómafólk. Ég hef enga trú á því.“ Skemmst er að minnast þess vorið 2010, þegar MS mætti Verzló í úrslitum Morfís, var skít dreift við inngang Verzlunarskólans. Fór svo að Már Vilhjálmsson, rektor við MS, mætti sjálfur og mokaði skítinn af tröppum Verzló.Vann MS sigur í Morfís það ár.
Tengdar fréttir Kærðir fyrir að moka skít við aðaldyr Flensborgar Fjórir 17 ára piltar verða kærðir fyrir skítmokstur í Hafnarfirði í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú var lögreglunni tilkynnt um að menn væru að moka skít úr kerru við aðaldyr Flensborgarskólans. 11. apríl 2014 07:07 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Kærðir fyrir að moka skít við aðaldyr Flensborgar Fjórir 17 ára piltar verða kærðir fyrir skítmokstur í Hafnarfirði í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú var lögreglunni tilkynnt um að menn væru að moka skít úr kerru við aðaldyr Flensborgarskólans. 11. apríl 2014 07:07