Hreinsuðu aðeins hluta hrossaskítsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2014 12:37 „Þetta eru örugglega einverjir guttar, mjög í óþökk skólans þar innfrá, sem voru eitthvað að vekja athygli á sér,“ segir Magnús Þorláksson, skólastjóri við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Magnús, kollegar hans í kennarastéttinni og nemendur Flensborgarskólans vöknuðu upp við vondan draum þegar þau mættu til leiks í morgun. Búið var að moka hrossaskít fyrir aðalinngang skólans. „Þeir virðast hafa verið teknir við aðalanddyrið. Nemendur okkar horfa upp á lögguna taka þá þar,“ segir Magnús. Í tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að drengirnir hefðu verið fjórir, 17 ára gamlir. Voru þeir að aka á brott þegar lögreglan hafði hendur í hári þeirra. Voru þeir látnir hreinsa upp eftir sig við anddyrið, svo var þeim ekið á brott og haft samband við foreldra þeirra. Þeir verði kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt Hafnarfjarðar. Magnús bendir á að viðkomandi nemendur, sem séu að öllum líkindum úr Menntaskólanum í Sund, hafi þrifið upp skítinn við anddyrið sjálfir. MS og Flensborg mætast í úrslitum Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna, í kvöld. Þar með var þó ekki öll sagan sögð. Í ljós hafi komið að einnig var búið að moka skít fyrir eina af innkeyrslum skólans. „Það olli ákveðnu uppnámi,“ segir Magnús og bendir á að nokkurt umferðaröngþveiti hafi skapast. Bílalest hafi verið upp Hringbrautina. Fór starfsfólk skólans sjálft í að moka skítinn til þess að bjarga málunum. Magnús segir að sér þyki verst að draga megi þá ályktun af fjölmiðlaumfjöllun að um nemendur í Flesborg sé að ræða. Svo sé alls ekki. Þá hefur Magnús ekki áhyggjur af því að nemendur í sínum skóla svari í sömu mynt. „Bæði er veðrið of vont og alltof mikið sómafólk. Ég hef enga trú á því.“ Skemmst er að minnast þess vorið 2010, þegar MS mætti Verzló í úrslitum Morfís, var skít dreift við inngang Verzlunarskólans. Fór svo að Már Vilhjálmsson, rektor við MS, mætti sjálfur og mokaði skítinn af tröppum Verzló.Vann MS sigur í Morfís það ár. Tengdar fréttir Kærðir fyrir að moka skít við aðaldyr Flensborgar Fjórir 17 ára piltar verða kærðir fyrir skítmokstur í Hafnarfirði í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú var lögreglunni tilkynnt um að menn væru að moka skít úr kerru við aðaldyr Flensborgarskólans. 11. apríl 2014 07:07 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Þetta eru örugglega einverjir guttar, mjög í óþökk skólans þar innfrá, sem voru eitthvað að vekja athygli á sér,“ segir Magnús Þorláksson, skólastjóri við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Magnús, kollegar hans í kennarastéttinni og nemendur Flensborgarskólans vöknuðu upp við vondan draum þegar þau mættu til leiks í morgun. Búið var að moka hrossaskít fyrir aðalinngang skólans. „Þeir virðast hafa verið teknir við aðalanddyrið. Nemendur okkar horfa upp á lögguna taka þá þar,“ segir Magnús. Í tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að drengirnir hefðu verið fjórir, 17 ára gamlir. Voru þeir að aka á brott þegar lögreglan hafði hendur í hári þeirra. Voru þeir látnir hreinsa upp eftir sig við anddyrið, svo var þeim ekið á brott og haft samband við foreldra þeirra. Þeir verði kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt Hafnarfjarðar. Magnús bendir á að viðkomandi nemendur, sem séu að öllum líkindum úr Menntaskólanum í Sund, hafi þrifið upp skítinn við anddyrið sjálfir. MS og Flensborg mætast í úrslitum Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna, í kvöld. Þar með var þó ekki öll sagan sögð. Í ljós hafi komið að einnig var búið að moka skít fyrir eina af innkeyrslum skólans. „Það olli ákveðnu uppnámi,“ segir Magnús og bendir á að nokkurt umferðaröngþveiti hafi skapast. Bílalest hafi verið upp Hringbrautina. Fór starfsfólk skólans sjálft í að moka skítinn til þess að bjarga málunum. Magnús segir að sér þyki verst að draga megi þá ályktun af fjölmiðlaumfjöllun að um nemendur í Flesborg sé að ræða. Svo sé alls ekki. Þá hefur Magnús ekki áhyggjur af því að nemendur í sínum skóla svari í sömu mynt. „Bæði er veðrið of vont og alltof mikið sómafólk. Ég hef enga trú á því.“ Skemmst er að minnast þess vorið 2010, þegar MS mætti Verzló í úrslitum Morfís, var skít dreift við inngang Verzlunarskólans. Fór svo að Már Vilhjálmsson, rektor við MS, mætti sjálfur og mokaði skítinn af tröppum Verzló.Vann MS sigur í Morfís það ár.
Tengdar fréttir Kærðir fyrir að moka skít við aðaldyr Flensborgar Fjórir 17 ára piltar verða kærðir fyrir skítmokstur í Hafnarfirði í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú var lögreglunni tilkynnt um að menn væru að moka skít úr kerru við aðaldyr Flensborgarskólans. 11. apríl 2014 07:07 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Kærðir fyrir að moka skít við aðaldyr Flensborgar Fjórir 17 ára piltar verða kærðir fyrir skítmokstur í Hafnarfirði í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú var lögreglunni tilkynnt um að menn væru að moka skít úr kerru við aðaldyr Flensborgarskólans. 11. apríl 2014 07:07