Innlent

Kærðir fyrir að moka skít við aðaldyr Flensborgar

Fjórir 17 ára piltar verða kærðir fyrir skítmokstur í Hafnarfirði í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú var lögreglunni tilkynnt um að menn væru að moka skít úr kerru við aðal dyr Flensborgarskólans.

Þegar lögregla kom á vettvang höfðu þeir lokið verkinu og voru að aka á brott, en voru stöðvaðir. Þeir sögðu þetta hafa átt að vera hrekk, en lögreglan lét þá moka öllum skítnum , sem reyndist vera hrossaskítur, upp í kerruna aftur og hreinsa vel til eftir sig.

Einnig var haft samband við foreldra þeirra og verða þeir kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt Hafnarfjarðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×