Enski boltinn

Manchester United liðið eyðir vikunni i sólinni í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sólin skín á Wayne Rooney og félaga næstu daga.
Sólin skín á Wayne Rooney og félaga næstu daga. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United liðið flaug til Katar í gærkvöldi eða strax eftir 1-1 jafnteflisleikinn á móti Tottenham á White Hart Lane. Sir Alex Ferguson, stjóri félagsins, ákvað að drífa liðið í fjögurra daga æfingabúðir í hitann við Persaflóann.

Manchester United spilar bikarleik við Fulham á laugardaginn og fær því ekki alltof mikinn tíma í sólinni en Michael Carrick var sáttur við „sólarferðina" í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins.

„Ég tel að þetta verði mikilvæg pása fyrir okkur. Við getum tekið fram sólarvörnina, farið á ströndina og reynt að slaka aðeins á," sagði Michael Carrick við MUTV.

„Það er búið að vera mikið að gera og það eru margir mikilvægir leikir framundan. Þetta snýst um að hlaða batteríin og vera tilbúinn fyrir næstu leiki," sagði Carrick.

Spáin fyrir Katar í dag og fyrir næstu daga eru í kringum 23 gráðu hiti og heiðskýrt. Það ætti því að vera notalegt hjá leikmönnum United í þessari viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×