Enski boltinn

Laudrup: Jafntefli voru sanngjörn úrslit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Michael Laudrup.
Michael Laudrup. Mynd. / Getty Images.
Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, var á þeirri skoðun að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit þegar lið hans gerði jafntefli, 2-2, við Arsenal í ensku bikarkeppninni í dag.

Liðin verða því að mætast á ný þann 16. janúar á Emirates-vellinum í London.

„Við gerðum ákveðnar breytingar í hálfleik og þær skiluðu sér strax með fínu marki frá Michu. Arsenal setti gríðarlega pressu á okkur í kjölfarið og náðu yfirhöndinni með tveimur mörkum."

„Við sýndum mikinn karakter með að jafna leikinn og tryggja okkur annan leik. Við erum að byggja upp lið og það sýnir styrk að byrja með aðal markaskorara okkar á bekknum en samt sem áður standa vel í góðu Arsenal-liði."

„Við erum að spila virkilega þétta þessa stundina og menn verða að fá ákveðna hvíld. Michu var aftur á móti ekki alveg 100% fyrir leikinn í dag og hafði verið að glíma við smávægileg meiðsli í ökkla í vikunni."

„Ég treysti Danny Graham fullkomlega fyrir þessari stöðu og vildi gefa honum tækifærið, en hann hefur verið frábæra að undanförnu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×