Enski boltinn

Sturridge: Liverpool stærsta félag á Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sturridge og stjórinn Brendan Rodgers.
Sturridge og stjórinn Brendan Rodgers. Nordic Photos / Getty Images
Daniel Sturridge, sem bæði hefur spilað með Manchester City og Chelsea, er ánægður á nýjum stað en hann gekk nýverið í raðir Liverpool.

„Þetta er stærsta félag sem ég hef spilað með. Það er ekkert stærra félag í ensku úrvalsdeildinni," sagði Sturridge í viðtali á heimasíðu félagsins í dag.

Manchester United hefur unnið flesta Englandsmeistaratitla - nítján talsins - en Liverpool átján. Liverpool hefur hins vegar unnið fleiri Evrópumeistaratitla.

Sturridge skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í bikarleik gegn Mansfield á dögunum.

„Ég þakka stjóranum fyrir tækifæri að spila með félagi eins og þessu og guði fyrir að gera það mögulegt," sagði Sturridge.

„Ég mun aldrei geta endurgoldið stjóranum það traust sem hann hefur sýnt mér, með því að borga fyrir mig og sýna öllum heiminum að hann er reiðubúinn að stóla á mig."

„Ég er mjög ánægður og glaður með að vera kominn hingað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×