Enski boltinn

Suarez áfrýjaði ekki banninu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Luis Suarez mun taka út tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, en enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að Suarez hefði ekki áfrýjað leikbanni sínu.

Aganefnd sambandsins dæmdi Suarez í sjö leikja aukabann til viðbótar við hefðbundna þriggja leikja refsingu. Suarez, sem leikur með Liverpool, hafði til dagsins í dag til að áfrýja aukarefsingunni en gerði það ekki.

Aganefndin mun á næstunni birta rökstuðning sinn fyrir banninu en þetta er í annað sinn sem Suarez er dæmdur í langt bann í Englandi. Hann var dæmdur í átta leikja bann í fyrra fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra, leikmann Manchester United.


Tengdar fréttir

Refsing Suarez of þung

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að tíu leikja bann sé allt of þung refsing fyrir Luis Suarez.

Suarez þarf á hjálp að halda

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool og liðsfélagi Luis Suarez, segir að sá síðarnefndi þurfi fyrst og fremst á hjálp að halda.

Skil vel ef Suarez vill hætta

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að hann myndi hafa fullan skilning á því ef Luis Suarez myndi vilja yfirgefa enska boltann nú í sumar.

Suarez dæmdur í tíu leikja bann

Framherji Liverpool, Luis Suarez, var í dag dæmdur í tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í leik liðanna um síðustu helgi.

Suarez enn á milli tannanna á fólki

Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu.

Suarez biðst afsökunar á bitinu

Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag.

Óafsakanleg hegðun hjá Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Myndband: Suarez beit frá sér

Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina.

Tyson styður Suarez

"Hann beit einhvern. Svona lagað gerist,“ sagði hnefaleikakappinn Mike Tyson um umtalað atvik sem kom upp í enska boltanum um helgina.

Liverpool sektaði Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur staðfest að hann hafi fengið sekt frá félaginu fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea. Sektarupphæðin er ótilgreind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×