Enski boltinn

Liverpool sektaði Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Suarez og Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Suarez og Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur staðfest að hann hafi fengið sekt frá félaginu fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea. Sektarupphæðin er ótilgreind.

„Félagið hefur sektað mig fyrir óafsakanlega hegðun mína í gær. Ég bað félagið um að stuðningsfélag fjölskyldu fórnarlamba Hillsborough-slyssins fái peninginn,“ skrifaði Suarez á Twitter-síðu sína í dag.

„Luis veit að hann brást bæði sjálfum sér og öllum hjá félaginu,“ sagði framkvæmdarstjórinn Ian Ayre á heimasíðu Liverpool í gær.

Líklegt er að Suarez fái langt bann vegna atviksins og líklegt að hann muni ekki spila aftur á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Suarez enn á milli tannanna á fólki

Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu.

Suarez biðst afsökunar á bitinu

Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag.

Óafsakanleg hegðun hjá Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Myndband: Suarez beit frá sér

Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×