Enski boltinn

Tyson styður Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tyson með leikaranum Charlie Sheen.
Tyson með leikaranum Charlie Sheen. Nordic Photos / Getty Images
„Hann beit einhvern. Svona lagað gerist,“ sagði hnefaleikakappinn Mike Tyson um umtalað atvik sem kom upp í enska boltanum um helgina.

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Chelsea-manninn Branislav Ivanovic í leik liðanna um helgina. Það er ekki í fyrsta sinn sem Suarez notar tennurnar en hann fékk níu leikja bann fyrir að bíta andstæðing í leik með Ajax í Hollandi árið 2010.

Tyson sá umræðu um atvikið á Twitter og byrjaði þá að „elta“ Suarez þar. Hann hefur greinilega skilning á málinu enda frægt þegar að Tyson beit hluta af eyra Evander Holyfield í bardaga þeirra árið 1997.

„Ég náði sáttum við Evander og við héldum báðir áfram með líf okkar. Ég er viss um að Suarez muni gera það sama,“ sagði Tyson í útvarpsviðtali í Bandaríkjunum.

„Ég sá þennan Suarez-gaur á þessari Twitter-síðu og ákvað að kanna málið betur,“ sagði Tyson enn fremur.


Tengdar fréttir

Suarez enn á milli tannanna á fólki

Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu.

Suarez biðst afsökunar á bitinu

Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag.

Ayre: Suarez verður áfram

Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að þrátt fyrir atvik gærdagsins muni Luis Suarez verða áfram í herbúðum félagsins.

Myndband: Suarez beit frá sér

Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina.

Liverpool sektaði Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur staðfest að hann hafi fengið sekt frá félaginu fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea. Sektarupphæðin er ótilgreind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×