Enski boltinn

Fer Suarez á reiðistjórnunarnámskeið? | Lögreglan í málinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samtök knattspyrnuleikmanna á Englandi hafa boðið Luis Suarez, leikmanni Liverpool, ráðgjöf í reiðistjórnun vegna atviksins sem kom upp í gær.

Suarez beit þá Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í leik liðanna eins og lesa má um hér neðst í fréttinni.

„Við erum með reynda ráðgjafa á þessu sviði,“ sagði Gordon Taylor, framkvæmdarstjóri samtakanna. „Við munum bjóða Liverpool þjónustu okkar svo að leikmaðurinn eigi þess kost að vinna í sínum málum.“

Þá greindi Sky Sports frá því í dag að lögregluþjónar hefðu heimsótt Ivanovic eftir leikinn í gær. En samkvæmt sömu heimildum mun Ivanovic ekki hafa áhuga á að kæra atvikið.


Tengdar fréttir

Suarez enn á milli tannanna á fólki

Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu.

Suarez biðst afsökunar á bitinu

Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag.

Óafsakanleg hegðun hjá Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Myndband: Suarez beit frá sér

Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×