Suarez biðst afsökunar á bitinu Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. apríl 2013 20:12 Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag. Þeir áttust við í vítateig Chelsea og hafa myndbandsupptökur sýnt fram á að Suarez bítur greinilega í handlegginn á Ivanovic. „Ég er leiður yfir því sem gerðist, bið Ivanovic afsökunar og fótboltaheiminn allan á þessari ófyrirgefanlegu hegðun. Ég biðst afsökunar!!,“ skrifar Suarez á Twitter í kvöld. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið og má búast við að enska knattspyrnusambandið rannsaki atvikið. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, vildi ekkert tjá sig um atvikið fyrr en hann væri búinn að sjá upptökur af atvikinu. Suarez skoraði jöfnunarmark Liverpool þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Suarez er gripinn við að bíta en hann var dæmdur í langt leikbann í hollesku deildinni fyrir að bíta mótherja. Fari svo að Suarez verði fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér langt leikbann. Suarez baðst einnig afsökunar á athæfi sínu á heimasíðu Liverpool. „Mér líður mjög illa vegna óafsakanlegrar hegðunar minnar í leiknum fyrr í dag gegn Chelsea," segir Suarez á heimasíðu Liverpool. „Ég hef beðist afsökunar og hef reynt að ná sambandi við Branislav Ivanovic til að ræða við hann sjálfur. Ég bið jafnframt knattspyrnustjóra minn, liðsfélaga og alla hjá Liverpool afsökunar fyrir að hafa brugðist þeim." Enski boltinn Tengdar fréttir Goðsagnir Liverpool fordæma hegðun Suarez Jamie Redknapp og Graeme Souness hafa gagnrýnt Luis Suarez harðlega fyrir hegðun Úrúgvæjans á knattspyrnuvellinum. 21. apríl 2013 17:40 Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Óafsakanleg hegðun hjá Suarez Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. 21. apríl 2013 19:59 Myndband: Suarez beit frá sér Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina. 21. apríl 2013 17:25 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag. Þeir áttust við í vítateig Chelsea og hafa myndbandsupptökur sýnt fram á að Suarez bítur greinilega í handlegginn á Ivanovic. „Ég er leiður yfir því sem gerðist, bið Ivanovic afsökunar og fótboltaheiminn allan á þessari ófyrirgefanlegu hegðun. Ég biðst afsökunar!!,“ skrifar Suarez á Twitter í kvöld. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið og má búast við að enska knattspyrnusambandið rannsaki atvikið. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, vildi ekkert tjá sig um atvikið fyrr en hann væri búinn að sjá upptökur af atvikinu. Suarez skoraði jöfnunarmark Liverpool þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Suarez er gripinn við að bíta en hann var dæmdur í langt leikbann í hollesku deildinni fyrir að bíta mótherja. Fari svo að Suarez verði fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér langt leikbann. Suarez baðst einnig afsökunar á athæfi sínu á heimasíðu Liverpool. „Mér líður mjög illa vegna óafsakanlegrar hegðunar minnar í leiknum fyrr í dag gegn Chelsea," segir Suarez á heimasíðu Liverpool. „Ég hef beðist afsökunar og hef reynt að ná sambandi við Branislav Ivanovic til að ræða við hann sjálfur. Ég bið jafnframt knattspyrnustjóra minn, liðsfélaga og alla hjá Liverpool afsökunar fyrir að hafa brugðist þeim."
Enski boltinn Tengdar fréttir Goðsagnir Liverpool fordæma hegðun Suarez Jamie Redknapp og Graeme Souness hafa gagnrýnt Luis Suarez harðlega fyrir hegðun Úrúgvæjans á knattspyrnuvellinum. 21. apríl 2013 17:40 Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Óafsakanleg hegðun hjá Suarez Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. 21. apríl 2013 19:59 Myndband: Suarez beit frá sér Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina. 21. apríl 2013 17:25 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Goðsagnir Liverpool fordæma hegðun Suarez Jamie Redknapp og Graeme Souness hafa gagnrýnt Luis Suarez harðlega fyrir hegðun Úrúgvæjans á knattspyrnuvellinum. 21. apríl 2013 17:40
Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01
Óafsakanleg hegðun hjá Suarez Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. 21. apríl 2013 19:59
Myndband: Suarez beit frá sér Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina. 21. apríl 2013 17:25
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn