Íslenski boltinn

Andri Ólafsson hefur gert þriggja ára samning við KR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Kristinsson og Andri Ólafsson
Rúnar Kristinsson og Andri Ólafsson Mynd. / KR.is
Eyjamaðurinn Andri Ólafsson hefur gert þriggja ára samning við KR en hann kemur til liðsins frá ÍBV. Þetta kom fram á vefsíðu KR nú fyrir stundu.

Andri hefur allan sinn feril leikið með ÍBV og á að baki 189 leiki með félaginu í deild og bikar. Í þeim skoraði hann 27 mörk.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sér fyrir sér leikmanninn sem mikinn styrk fyrir vörn félagsins en Andri getur einnig spilað á miðjunni.

Samningurinn gildir út leiktíðina 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×