Læðan Nuk verður ekki aflífuð Kristján Hjálmarsson skrifar 26. september 2013 11:14 Fáir kettir hafa valdið jafn miklum usla á Íslandi og læðan Nuk. Læðan Nuk, sem slapp úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags, verður ekki aflífuð heldur tekin í ítarlega heilbrigðisskoðun og sýni tekin úr henni til rannsóknar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.Eins og fram hefur komið fannst læðan aðeins nokkur hundruð metra frá flugvélinni. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að aflað verði nákvæmra upplýsinga um heilsufar læðunnar, bólusetningar og á hvaða stöðum hún hefði verið undanfarna tvo mánuði. Á grundvelli þessara upplýsinga og þess að líklegt má teljast að læðan hafi ekki komist í nána snertingu við aðra ketti og litlar líkur taldar á að smitsjúkdómar sem ekki eru til staðar hér á landi hafi borist til landsins við þetta óhapp. Stofnunin mun, í varúðarskyni, gera heilbrigðisskoðun á læðunni og taka úr henni sýni til rannsókna. Í lögum um innflutning dýra segir að dýrum sem flutt eru inn án heimildar skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af. Tilgangur laganna er að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. Í ljósi atvika í þessu tiltekna máli er ljóst að ekki var verið að flytja læðuna inn til landsins og óhapp var þess valdandi að hún slapp út úr flugvélinni. Matvælastofnun lítur því svo á að ekki sé þörf á að fara fram á aflífun á dýrinu og hefur ákveðið að heimila eiganda þess að fara með það úr landi. Tengdar fréttir Kötturinn Nuk fundinn: "Ég er mjög hamingjusöm“ Danski kötturinn Nuk, sem hefur verið leitað að síðasta sólarhring, er kominn í leitirnar og er hann heill á húfi. 25. september 2013 21:11 "Finnið hana“ Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir. 24. september 2013 18:30 Heitir fundarlaunum fyrir Nuk: Köttur strauk úr einkaþotu Hátt í tíu manns hafa leitað frá því í morgun að kettinum Nuk sem slapp úr einkaþotu sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli. Eigandinn heitir fundarlaunum. 24. september 2013 15:35 Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Yfirtollvörður segir embættið ætla að endurskoða verklag við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. 26. september 2013 08:47 Eiganda Nuk kom ekki dúr á auga: „Ég er mjög áhyggjufull“ „Ég svaf kannski í eina klukkustund í nótt. Ég er mjög áhyggjufull,“ segir Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk sem strauk úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt. 25. september 2013 09:05 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Sjá meira
Læðan Nuk, sem slapp úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags, verður ekki aflífuð heldur tekin í ítarlega heilbrigðisskoðun og sýni tekin úr henni til rannsóknar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.Eins og fram hefur komið fannst læðan aðeins nokkur hundruð metra frá flugvélinni. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að aflað verði nákvæmra upplýsinga um heilsufar læðunnar, bólusetningar og á hvaða stöðum hún hefði verið undanfarna tvo mánuði. Á grundvelli þessara upplýsinga og þess að líklegt má teljast að læðan hafi ekki komist í nána snertingu við aðra ketti og litlar líkur taldar á að smitsjúkdómar sem ekki eru til staðar hér á landi hafi borist til landsins við þetta óhapp. Stofnunin mun, í varúðarskyni, gera heilbrigðisskoðun á læðunni og taka úr henni sýni til rannsókna. Í lögum um innflutning dýra segir að dýrum sem flutt eru inn án heimildar skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af. Tilgangur laganna er að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. Í ljósi atvika í þessu tiltekna máli er ljóst að ekki var verið að flytja læðuna inn til landsins og óhapp var þess valdandi að hún slapp út úr flugvélinni. Matvælastofnun lítur því svo á að ekki sé þörf á að fara fram á aflífun á dýrinu og hefur ákveðið að heimila eiganda þess að fara með það úr landi.
Tengdar fréttir Kötturinn Nuk fundinn: "Ég er mjög hamingjusöm“ Danski kötturinn Nuk, sem hefur verið leitað að síðasta sólarhring, er kominn í leitirnar og er hann heill á húfi. 25. september 2013 21:11 "Finnið hana“ Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir. 24. september 2013 18:30 Heitir fundarlaunum fyrir Nuk: Köttur strauk úr einkaþotu Hátt í tíu manns hafa leitað frá því í morgun að kettinum Nuk sem slapp úr einkaþotu sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli. Eigandinn heitir fundarlaunum. 24. september 2013 15:35 Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Yfirtollvörður segir embættið ætla að endurskoða verklag við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. 26. september 2013 08:47 Eiganda Nuk kom ekki dúr á auga: „Ég er mjög áhyggjufull“ „Ég svaf kannski í eina klukkustund í nótt. Ég er mjög áhyggjufull,“ segir Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk sem strauk úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt. 25. september 2013 09:05 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Sjá meira
Kötturinn Nuk fundinn: "Ég er mjög hamingjusöm“ Danski kötturinn Nuk, sem hefur verið leitað að síðasta sólarhring, er kominn í leitirnar og er hann heill á húfi. 25. september 2013 21:11
"Finnið hana“ Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir. 24. september 2013 18:30
Heitir fundarlaunum fyrir Nuk: Köttur strauk úr einkaþotu Hátt í tíu manns hafa leitað frá því í morgun að kettinum Nuk sem slapp úr einkaþotu sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli. Eigandinn heitir fundarlaunum. 24. september 2013 15:35
Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Yfirtollvörður segir embættið ætla að endurskoða verklag við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. 26. september 2013 08:47
Eiganda Nuk kom ekki dúr á auga: „Ég er mjög áhyggjufull“ „Ég svaf kannski í eina klukkustund í nótt. Ég er mjög áhyggjufull,“ segir Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk sem strauk úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt. 25. september 2013 09:05