Innlent

Eiganda Nuk kom ekki dúr á auga: „Ég er mjög áhyggjufull“

Kristján Hjálmarson skrifar
Susanne Alsing hefur miklar áhyggjur af Nuk.
Susanne Alsing hefur miklar áhyggjur af Nuk. Samsett mynd
„Ég svaf kannski í eina klukkustund í nótt. Ég er mjög áhyggjufull,“ segir Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk sem strauk úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt.

„Ég hef fengið mörg símtöl og lögreglan hefur fengið sjö til átta ketti. Því miður var enginn af þeim Nuk,“ segir Susanne.

Eins og fram kom í fréttum í gær strauk Nuk úr einkaþotunni og leituðu björgunarsveitarmenn meðal annars að læðunni þar sem hún hefur ekki farið í sóttkví. Susanne, sem var á leið í sumarfrí til Bandaríkjanna, hefur heitið 100 þúsund krónum í fundarlaun.

Fram kemur á vef RÚV að sex búrum hafi verið komið fyrir í nágrenni Reykjavíkurflugvallar í gærkvöldi en þau hafi öll verið tóm í morgun. Í þeim var fæða til þess að lokka köttinn inn í búrin.

Þar er haft eftir Konráð Konráðsson, héraðsdýralækni hjá Matvælastofnun, að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort kattarins verði leitað áfram.

Að sögn Susanne verður leitað áfram í kringum Reykjavíkurflugvöll. Hún biðlar til þeirra sem geta veitt upplýsingar að hringja í síma 0045-21724824.


Tengdar fréttir

"Finnið hana“

Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×