Heitir fundarlaunum fyrir Nuk: Köttur strauk úr einkaþotu Kristján Hjálmarsson skrifar 24. september 2013 15:35 Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hefur tekið þátt í leitinni að Nuk. Mynd/Vilhelm Hátt í tíu manns hafa leitað frá því snemma í morgun að kettinum Nuk sem slapp úr einkaþotu sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli. „Við komum til Reykjavíkur í gærkvöldi og gistum á Hótel Natura. Kötturinn var hins vegar eftir í flugvélinni og við skildum hurðina eftir með lítilli rifu. Kötturinn virðist hafa sloppið út um hana,“ segir Susanne Alsing, frá Danmörku og eigandi kattarins. Susanne var á leið til Bandaríkjanna og millilenti hér á landi þegar kötturinn hennar, hin fjögurra ára gamla læða Nuk slapp. Nuk er svört með hvítri doppu á bringunni og bleika ól. Félagar úr Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur hafa tekið þátt í leitinni. „Þetta er nú ekki formlegt útkall hjá björgunarsveitinni en ég veit að það var haft samband við eina sveit og þeir eru að gera þetta á eigin vegum,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörgu. Auk Flugbjörgunarsveitarinnar er héraðsdýralæknir og Matvælastofnun komin í málið þar sem Nuk hefur ekki farið í sóttkví eins og reglur kveða á um. Nuk er örmerktur með númerinu 958–000–002–337–862. Hann er einnig húðflúraður í eyra með númerinu EFP055. Þeir sem verða kattarins varir eru beðnir um að láta lögreglu eða héraðsdýralækni Matvælastofnunar í Suðvesturumdæmi strax vita, að því er segir í tilkynningu frá Mast. Sími lögreglu er 112 og sími héraðsdýralæknis er 894-0240. Nuk ku vera styggur við ókunnuga. Mikilvægt er að kötturinn sé ekki tekinn inn á heimili þar sem dýr eru fyrir, að því er segir í tilkynningunni. Eins og gefur að skilja er Susanne miður sín og heitir þeim sem finnur Nuk 100 þúsund krónum í fundarlaun. Þeir sem geta gefið upplýsingar um köttinn eru beðnir að láta Susanne vita í síma 0045-21724824. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Hátt í tíu manns hafa leitað frá því snemma í morgun að kettinum Nuk sem slapp úr einkaþotu sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli. „Við komum til Reykjavíkur í gærkvöldi og gistum á Hótel Natura. Kötturinn var hins vegar eftir í flugvélinni og við skildum hurðina eftir með lítilli rifu. Kötturinn virðist hafa sloppið út um hana,“ segir Susanne Alsing, frá Danmörku og eigandi kattarins. Susanne var á leið til Bandaríkjanna og millilenti hér á landi þegar kötturinn hennar, hin fjögurra ára gamla læða Nuk slapp. Nuk er svört með hvítri doppu á bringunni og bleika ól. Félagar úr Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur hafa tekið þátt í leitinni. „Þetta er nú ekki formlegt útkall hjá björgunarsveitinni en ég veit að það var haft samband við eina sveit og þeir eru að gera þetta á eigin vegum,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörgu. Auk Flugbjörgunarsveitarinnar er héraðsdýralæknir og Matvælastofnun komin í málið þar sem Nuk hefur ekki farið í sóttkví eins og reglur kveða á um. Nuk er örmerktur með númerinu 958–000–002–337–862. Hann er einnig húðflúraður í eyra með númerinu EFP055. Þeir sem verða kattarins varir eru beðnir um að láta lögreglu eða héraðsdýralækni Matvælastofnunar í Suðvesturumdæmi strax vita, að því er segir í tilkynningu frá Mast. Sími lögreglu er 112 og sími héraðsdýralæknis er 894-0240. Nuk ku vera styggur við ókunnuga. Mikilvægt er að kötturinn sé ekki tekinn inn á heimili þar sem dýr eru fyrir, að því er segir í tilkynningunni. Eins og gefur að skilja er Susanne miður sín og heitir þeim sem finnur Nuk 100 þúsund krónum í fundarlaun. Þeir sem geta gefið upplýsingar um köttinn eru beðnir að láta Susanne vita í síma 0045-21724824.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira