Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Haraldur Guðmundsson skrifar 26. september 2013 08:47 Björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að Nuk á miðvikudag og sex búrum var komið fyrir í nágrenni Reykjavíkurflugvallar. „Það er greinilegt að þarna urðu mistök sem við hörmum og við ætlum að endurskoða hvort við hefðum getað gert betur,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra, um atvikið sem varð á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags þegar danska læðan Nuk strauk úr einkaflugvél eiganda síns. Starfsmenn Tollstjóra funduðu í gær vegna málsins og tóku ákvörðun um að fara í endurskoðun á verklagi við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. Kári segir að tollafgreiðsla umræddrar einkaflugvélar hafi farið fram með hefðbundnum hætti. „Þegar tollverðir sáu dýrið var óskað eftir því að það yrði geymt í lokuðu búri og að hvorki það né úrgangur úr því færi frá borði. Okkur var því ekki kunnugt um að dýrið fengi að ganga frjálst um vélina.“ Þegar einkaflugvélar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli hafa farið í gegnum skoðun Tollstjóra er eina eftirlitið með þeim og áhöfn þeirra fólgið í því að Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins, gætir þess að óviðkomandi aðilar fari ekki inn á flugvallarsvæðið eða út á flugbrautir. Spurður hvort ekki sé ákveðin brotalöm fólgin í því að farþegar einkaflugvéla geti sleppt dýrum sínum lausum að lokinni tollskoðun segir Kári að svo sé. „Við hins vegar getum ekki vaktað einstaka vélar því við erum ekki með mannskap til þess. En við reynum að hafa gott eftirlit með þessu og erum í góðu samstarfi við Matvælastofnun. Hluti af þessari endurskoðun á verkferlum okkar mun felast í því hvort við getum séð til þess að dýrin séu geymd í lokuðu rými á meðan þau eru hér á landi.“ Að sögn Kára er nokkuð um að dýr komi hingað til lands í fylgd eigenda í einkaflugvélum. Hann nefnir þekkt dæmi frá síðasta ári þegar tónlistarkonan Lady Gaga kom hingað til lands með hundinn sinn og lenti á Reykjavíkurflugvelli. „Það á sérstaklega við þegar aðilar eru að millilenda hér í lengri ferðum á milli landa sem hleypa dýrum óhindrað inn,“ segir Kári. Hann segir að mál danska kattarins sé vissulega slæmt. „Málið byggir fyrst og fremst á mannlegum mistökum eiganda dýrsins sem taldi nauðsynlegt að opna rifu á hurð flugvélarinnar svo kötturinn kafnaði ekki,“ segir Kári. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
„Það er greinilegt að þarna urðu mistök sem við hörmum og við ætlum að endurskoða hvort við hefðum getað gert betur,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra, um atvikið sem varð á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags þegar danska læðan Nuk strauk úr einkaflugvél eiganda síns. Starfsmenn Tollstjóra funduðu í gær vegna málsins og tóku ákvörðun um að fara í endurskoðun á verklagi við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. Kári segir að tollafgreiðsla umræddrar einkaflugvélar hafi farið fram með hefðbundnum hætti. „Þegar tollverðir sáu dýrið var óskað eftir því að það yrði geymt í lokuðu búri og að hvorki það né úrgangur úr því færi frá borði. Okkur var því ekki kunnugt um að dýrið fengi að ganga frjálst um vélina.“ Þegar einkaflugvélar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli hafa farið í gegnum skoðun Tollstjóra er eina eftirlitið með þeim og áhöfn þeirra fólgið í því að Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins, gætir þess að óviðkomandi aðilar fari ekki inn á flugvallarsvæðið eða út á flugbrautir. Spurður hvort ekki sé ákveðin brotalöm fólgin í því að farþegar einkaflugvéla geti sleppt dýrum sínum lausum að lokinni tollskoðun segir Kári að svo sé. „Við hins vegar getum ekki vaktað einstaka vélar því við erum ekki með mannskap til þess. En við reynum að hafa gott eftirlit með þessu og erum í góðu samstarfi við Matvælastofnun. Hluti af þessari endurskoðun á verkferlum okkar mun felast í því hvort við getum séð til þess að dýrin séu geymd í lokuðu rými á meðan þau eru hér á landi.“ Að sögn Kára er nokkuð um að dýr komi hingað til lands í fylgd eigenda í einkaflugvélum. Hann nefnir þekkt dæmi frá síðasta ári þegar tónlistarkonan Lady Gaga kom hingað til lands með hundinn sinn og lenti á Reykjavíkurflugvelli. „Það á sérstaklega við þegar aðilar eru að millilenda hér í lengri ferðum á milli landa sem hleypa dýrum óhindrað inn,“ segir Kári. Hann segir að mál danska kattarins sé vissulega slæmt. „Málið byggir fyrst og fremst á mannlegum mistökum eiganda dýrsins sem taldi nauðsynlegt að opna rifu á hurð flugvélarinnar svo kötturinn kafnaði ekki,“ segir Kári.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira