Fjöldi erlendra liða hafa boðað þátttöku sína í öllum flokkum fyrir Rey Cup sem haldið verður í júlí næstkomandi.
Nú hefur unglingalið frá enska liðinu Norwich bæst í hópinn en aðallið félagsins leikur í ensku úrvalsdeildinni. Þar að auki hafa lið frá Kanada, Danmörku og Noregi skráð sig til leiks og líklegt að fleiri erlend lið muni bætast í hópinn áður en mótið hefst.
Rey Cup verður haldið í tólfta sinn nú í sumar en mótið er fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára, bæði stráka og stelpur.
Þegar er byrjað að taka við skráningum á heimasíðu mótsins, www.reycup.is, þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um það.
