Enski boltinn

Ákvörðun Guardiola kom Ferguson á óvart

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var hissa á því að Spánverjinn Pep Guardiola skyldi ákveða að taka við Bayern München.

Guardiola tók sér eins árs frí eftir að hann hætti að þjálfa Barcelona en mun hefja störf hjá Bayern næsta sumar. Hann var sterklega orðaður við England og aðallega við Chelsea og Man. City.

"Ég átti alls ekki von á þessu. Það var alltaf talað um lið á Englandi. Ef þú lítur á þetta sem þjálfari er það að sjálfsögðu frábært að fá að stýra stórveldi eins og Bayern. Það er eitt best rekna félag í Evrópu," sagði Ferguson.

"München er frábær borg, liðið er með frábæran völl, góða leikmenn og flotta sögu. Það er erfitt að hafna svona félagi."

Guardiola er á meðal þeirra þjálfara sem hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Man. Utd er Ferguson ákveður að hætta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×