Enski boltinn

Remy farinn í samningaviðræður við Newcastle

Loic Remy.
Loic Remy.
Vincent Labrune, forseti Marseille, hefur staðfest að félagið sé búið að ná samkomulagi við Newcastle um Loic Remy. Leikmaðurinn má nú ræða við Newcastle um kaup og kjör.

Remy hefur lengi verið orðaður við Newcastle en QPR hafði einnig mikinn áhuga á honum.

Leikmaðurinn fékk leyfi til þess að yfirgefa hótel liðsins til þess að ræða við Newcastle.

Félagi hans hjá liðinu, Joey Barton, hefur þegar óskað honum góðs gengis hjá Newcastle og segir að félagið sé fullkomið fyrir Remy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×