Erlent

Mannfall í áhlaupi Talibana á eftirlitsstöð

Aðeins er um mánuður síðan sambærileg árás var gerð í Darra Adam Khel í Pakistan. Þar voru Talibanar einnig að verki.
Aðeins er um mánuður síðan sambærileg árás var gerð í Darra Adam Khel í Pakistan. Þar voru Talibanar einnig að verki. Mynd/AP
Tuttugu og þrír hið minnsta fórust í áhlaupi Talibana á eftirlitsstöð í norðvesturhluta Pakistan í nótt. Tíu manna fjölskylda var drepin í árásinni, þar af þrjú börn.

Talibanar hafa lýst ódæðinu á hendur sér og segja áhlaupið hafa verið svar við loftárásum bandaríska flughersins í Pakistan undanfarna daga.

Samkvæmt upplýsingum frá Innanríkisráðuneyti Pakistan sprengdu fjórir sjálfsmorðssprengjumenn sig í loft upp við eftirlitsstöðina. Í kjölfarið hófst mikill skotbardagi. Tólf uppreisnarmenn féllu í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×