Dortmund skoraði tvö í uppbótartíma og komst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2013 14:38 Nordicphotos/Getty Dortmund komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir hádramatískan sigur á spænska liðinu Malaga á heimavelli í kvöld. Malaga var yfir, 2-1, þegar venjulegur leiktími rann út. Dortmund þurfti því tvö mörk og það tókst innan næstu þriggja mínútuna. Marco Reus skoraði fyrst og varnarmaðurinn Felipe Santana reyndist svo hetja þýska liðsins er hann skoraði sigurmarkið með því að ýta boltanum yfir línuna af mjög stuttu færi. Fimm dómurum leiksins yfirsást á einhvern ótrúlegan hátt sú staðreynd að Santana var kolrangstæður. Síðara mark Malaga var þó einnig rangstaða og mætti segja að mistök dómarakvintettsins hafi jafnast út. Ótrúlegur viðsnúningur á leiknum því á 82. mínútu hafði Malaga komist yfir. Mikill fögnuður braust út í leikslok en gestirnir voru skiljanlega niðurbrotnir. Fyrirfram virtist Malaga eiga litla möguleika á sigri enda hafði Dortmund unnið alla heimaleiki sína í Meistaradeildinni og verið í góðu formi í þýsku úrvalsdeildinni. Malaga var einnig án tveggja sterkra varnarmanna sem voru í leikbanni. En Spánverjarnir komust svo yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar að Joaquin átti fínt skot að marki úr erfiðri stöðu rétt utan vítateigs. Þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli var ljóst að Dortmund þurfti þá tvö mörk til að komast áfram í undanúrslitin. Jöfnunarmarkið kom á 39. mínútu en þar var Robert Lewandowski að verki eftir glæsilegan undirbúning Marco Reus. Hann átti sendingu inn fyrir vörn gestanna með lúmskri hælsendingu og eftirleikurinn var einfaldur fyrir Pólverjann öfluga. Bæði lið fengu ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks sókn Dortmund þyngdist eftir því sem leið á leikinn. Lewandowski skoraði mark var var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Reus og Mario Götze fengu svo dauðafæri með stuttu millibili en í bæði skiptin náði Willy, markvörður Malaga, að bjarga á undraverðan hátt. Markið lá í loftinu fyrir þá þýsku en þá komst Malaga í skyndisókn. Julio Baptista sendi boltann inn að marki og Eliseu ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Eliseu tók mikla áhættu með því að koma við boltann sem virtist hvort eð er á leiðinni í markið. Endursýningar í sjónvarpi sýndu svo að hann var rangstæður og hefði markið því átt vera dæmt ógilt. Malaga virtist vera með unna stöðu en Þjóðverjarnir gáfust ekki upp og unnu sem fyrr segir undraverðan sigur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir "Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Dortmund komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir hádramatískan sigur á spænska liðinu Malaga á heimavelli í kvöld. Malaga var yfir, 2-1, þegar venjulegur leiktími rann út. Dortmund þurfti því tvö mörk og það tókst innan næstu þriggja mínútuna. Marco Reus skoraði fyrst og varnarmaðurinn Felipe Santana reyndist svo hetja þýska liðsins er hann skoraði sigurmarkið með því að ýta boltanum yfir línuna af mjög stuttu færi. Fimm dómurum leiksins yfirsást á einhvern ótrúlegan hátt sú staðreynd að Santana var kolrangstæður. Síðara mark Malaga var þó einnig rangstaða og mætti segja að mistök dómarakvintettsins hafi jafnast út. Ótrúlegur viðsnúningur á leiknum því á 82. mínútu hafði Malaga komist yfir. Mikill fögnuður braust út í leikslok en gestirnir voru skiljanlega niðurbrotnir. Fyrirfram virtist Malaga eiga litla möguleika á sigri enda hafði Dortmund unnið alla heimaleiki sína í Meistaradeildinni og verið í góðu formi í þýsku úrvalsdeildinni. Malaga var einnig án tveggja sterkra varnarmanna sem voru í leikbanni. En Spánverjarnir komust svo yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar að Joaquin átti fínt skot að marki úr erfiðri stöðu rétt utan vítateigs. Þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli var ljóst að Dortmund þurfti þá tvö mörk til að komast áfram í undanúrslitin. Jöfnunarmarkið kom á 39. mínútu en þar var Robert Lewandowski að verki eftir glæsilegan undirbúning Marco Reus. Hann átti sendingu inn fyrir vörn gestanna með lúmskri hælsendingu og eftirleikurinn var einfaldur fyrir Pólverjann öfluga. Bæði lið fengu ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks sókn Dortmund þyngdist eftir því sem leið á leikinn. Lewandowski skoraði mark var var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Reus og Mario Götze fengu svo dauðafæri með stuttu millibili en í bæði skiptin náði Willy, markvörður Malaga, að bjarga á undraverðan hátt. Markið lá í loftinu fyrir þá þýsku en þá komst Malaga í skyndisókn. Julio Baptista sendi boltann inn að marki og Eliseu ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Eliseu tók mikla áhættu með því að koma við boltann sem virtist hvort eð er á leiðinni í markið. Endursýningar í sjónvarpi sýndu svo að hann var rangstæður og hefði markið því átt vera dæmt ógilt. Malaga virtist vera með unna stöðu en Þjóðverjarnir gáfust ekki upp og unnu sem fyrr segir undraverðan sigur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir "Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
"Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00