"Einstakt tækifæri" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 15:00 Í kvöld kemur í ljós hvort það verður Malaga eða Dortmund sem fer í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nordicphotos/Getty Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í fyrri leik liðanna á Spáni þar sem gestirnir frá Þýskalandi klúðruðu hverju færinu á fætur öðru. Fyrir vikið á Malaga góðan möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. „Þetta verður einstakur leikur fyrir okkur enda mætum við einu besta liði Evrópu. Við erum staðráðnir í að halda áfram að skrifa söguna," segir Diego Lugano miðvörður Malaga. Félagið hefur aldrei áður komist í Meistaradeildina og nú er sæti í undanúrslitum handan við hornið. „Þetta verður algjörlega stórkostlegt og við munum njóta hverrar mínútu. Við erum sannanlega þess megnugir að leggja Dortmund að velli," segir Roque Santa Cruz framherji liðsins. Flestir telja Borussia Dortmund líklegra liðið í viðureigninni. Þýskalandsmeistararnir voru töluvert betri aðilinn í fyrri leiknum en tókst þó ekki að skora. Höfuðmarkmið Malaga fyrir þann leik var að halda fengnum hlut en Manuel Pellegrini, þjálfari liðsins, veit hvað til þarf í Meistaradeildinni.Stuðningsmenn Malaga eru mættir til Dortmund.Mynd/TwitterUndir stjórn Pellegrini fór Villarreal afar óvænt í undanúrslit Meistaradeildar vorið 2006. Þar mætti liðið Arsenal og féll úr keppni. Juan Roman Riquelme klúðraði þá vítaspyrnu undir lok síðari leiksins en mark hefði sent Gulu kafbátana í úrslitaleikinn. Pellegrini missti af blaðamannafundinum fyrir leikinn þar sem hann var í Chile við útför föður síns. Hann verður þó mættur á sinn stað á Westfalen í kvöld. Stuðningsmenn gestaliðsins treysta á hið óvænta og dagblöðin spara ekki stóru orðin. „Malaga býr sig undir dýrðina," er skrifað stórum stöfum á La Opinion de Malaga og AS lýsir leiknum sem „einstöku tækifæri".Robert Lewandowski í dauðafæri í fyrri leiknum. Willy Caballero í marki Malaga sá við honum eins og öllum öðrum tilraunum Dortmund.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir allt telja flestir að Dortmund eigi tiltölulega náðugt kvöld fyrir höndum. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, segir liðið vilja halda áfram góðu gengi í Meistaradeildinni í ár. „Það eru tvær leiðir til þess að nálgast leik sem þennan. Annars vegar geturðu fundið fyrir pressunni eða þú getur hlakkað til. Síðari leiðin hefur farnast okkur vel." Klopp sagði á blaðamannafundinum fyrir leikinn að hann hefði farið yfir fyrri leikinn með sínum mönnum. Hann sagði þeim að láta neikvæð ummæli um úrslitin úr fyrri leiknum sem vind um eyru þjóta. „Ég skil ekki hvernig fólk geti reiknað með þægilegum sigri í Malaga. Leikur okkar í Meistaradeildinni hefur verið mjög jákvæður þar með talin frammistaðan í fyrri leiknum. Það gefur okkur samt ekki neitt." Dortmund vonast til þess að endurtaka leikinn frá árinu 1997 þegar liðið fór alla leið og vann titilinn. Þeir hafa sýnt það í vetur að þeir eru til alls líklegir. Leikur liðanna í kvöld hefst klukkan 18.45. Upphitun á Stöð 2 Sport byrjar hins vegar á slaginu klukkan 18.00.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.Forsíða spænska dagblaðsins SUR í dag: „Bardaginn gegn Dortmund" Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Skoruðu þrisvar gegn Real á 28 mínútum Það eru líklega fáir sem hafa trú á endurkomu Galatasaray gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 9. apríl 2013 15:45 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira
Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í fyrri leik liðanna á Spáni þar sem gestirnir frá Þýskalandi klúðruðu hverju færinu á fætur öðru. Fyrir vikið á Malaga góðan möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. „Þetta verður einstakur leikur fyrir okkur enda mætum við einu besta liði Evrópu. Við erum staðráðnir í að halda áfram að skrifa söguna," segir Diego Lugano miðvörður Malaga. Félagið hefur aldrei áður komist í Meistaradeildina og nú er sæti í undanúrslitum handan við hornið. „Þetta verður algjörlega stórkostlegt og við munum njóta hverrar mínútu. Við erum sannanlega þess megnugir að leggja Dortmund að velli," segir Roque Santa Cruz framherji liðsins. Flestir telja Borussia Dortmund líklegra liðið í viðureigninni. Þýskalandsmeistararnir voru töluvert betri aðilinn í fyrri leiknum en tókst þó ekki að skora. Höfuðmarkmið Malaga fyrir þann leik var að halda fengnum hlut en Manuel Pellegrini, þjálfari liðsins, veit hvað til þarf í Meistaradeildinni.Stuðningsmenn Malaga eru mættir til Dortmund.Mynd/TwitterUndir stjórn Pellegrini fór Villarreal afar óvænt í undanúrslit Meistaradeildar vorið 2006. Þar mætti liðið Arsenal og féll úr keppni. Juan Roman Riquelme klúðraði þá vítaspyrnu undir lok síðari leiksins en mark hefði sent Gulu kafbátana í úrslitaleikinn. Pellegrini missti af blaðamannafundinum fyrir leikinn þar sem hann var í Chile við útför föður síns. Hann verður þó mættur á sinn stað á Westfalen í kvöld. Stuðningsmenn gestaliðsins treysta á hið óvænta og dagblöðin spara ekki stóru orðin. „Malaga býr sig undir dýrðina," er skrifað stórum stöfum á La Opinion de Malaga og AS lýsir leiknum sem „einstöku tækifæri".Robert Lewandowski í dauðafæri í fyrri leiknum. Willy Caballero í marki Malaga sá við honum eins og öllum öðrum tilraunum Dortmund.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir allt telja flestir að Dortmund eigi tiltölulega náðugt kvöld fyrir höndum. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, segir liðið vilja halda áfram góðu gengi í Meistaradeildinni í ár. „Það eru tvær leiðir til þess að nálgast leik sem þennan. Annars vegar geturðu fundið fyrir pressunni eða þú getur hlakkað til. Síðari leiðin hefur farnast okkur vel." Klopp sagði á blaðamannafundinum fyrir leikinn að hann hefði farið yfir fyrri leikinn með sínum mönnum. Hann sagði þeim að láta neikvæð ummæli um úrslitin úr fyrri leiknum sem vind um eyru þjóta. „Ég skil ekki hvernig fólk geti reiknað með þægilegum sigri í Malaga. Leikur okkar í Meistaradeildinni hefur verið mjög jákvæður þar með talin frammistaðan í fyrri leiknum. Það gefur okkur samt ekki neitt." Dortmund vonast til þess að endurtaka leikinn frá árinu 1997 þegar liðið fór alla leið og vann titilinn. Þeir hafa sýnt það í vetur að þeir eru til alls líklegir. Leikur liðanna í kvöld hefst klukkan 18.45. Upphitun á Stöð 2 Sport byrjar hins vegar á slaginu klukkan 18.00.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.Forsíða spænska dagblaðsins SUR í dag: „Bardaginn gegn Dortmund"
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Skoruðu þrisvar gegn Real á 28 mínútum Það eru líklega fáir sem hafa trú á endurkomu Galatasaray gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 9. apríl 2013 15:45 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira
Skoruðu þrisvar gegn Real á 28 mínútum Það eru líklega fáir sem hafa trú á endurkomu Galatasaray gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 9. apríl 2013 15:45