Erlent

Ný hlið á Hamas samtökunum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hamas samtökin hafa í fyrsta sinn ráðið sér kvenkyns talsmann.
Hamas samtökin hafa í fyrsta sinn ráðið sér kvenkyns talsmann. Fréttablaðið/AP
Hamas samtökin á Gaza ströndinni hafa í fyrsta sinn skipað sér kvenkyns talsmann.

Ráðningin er hluti af stefnu sem samökin hafa tekið upp síðustu mánuði til að sýna nýja og hlýlegri hlið af sér, bæði gagnvart sínum eigin þegnum og alþjóðlega.

Talsmaðurinn, Isra Almodallal, 23 ára fráskilin móðir, hefur því tekið við starfi sem almennt hefur verið fyllt af íhaldssömum karlmönnum. Hún mun bera ábyrgð á samskiptum Gaza stjórnarinnar við alþjóðlega fjölmiðla.

Hún sagði samtökin hlakka til þess að kynna á sér nýja hlið og þau myndu nú láta málefni sín snúast um fólk.

Þessi þróun hjá Hamas samtökunum hófst fyrir um hálfu ári þegar nýr fjölmiðlafulltrúi stjórnarinnar var ráðinn. Sá réði til sín yngra fólk, opnaði heimasíðu, fór að nota samskiptamiðla á internetinu og hefur haldið ýmis námskeið á vegum samtakanna.

Ráðning Almodallal mun vera tilraun til að gera samtökin opnari til vesturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×