Ætla að bólusetja milljónir sýrlenskra barna Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Þessi unga stúlka í Damaskus í Sýrlandi fékk í síðustu viku bóluefni gegn mænusótt. Mynd/Unicef Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) staðfesti nýlega að tíu börn í héraðinu Deir al-Zour í Sýrlandi hefðu smitast af mænusótt. Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mænuveiki verður vart í landinu og er talsvert bakslag fyrir baráttuna við að útrýma þessum skæða sjúkdómi og varpa ljósi á mikilvægi bólusetninga.juliette Touma„Þetta eykur enn á neyðina og er stórslys. Þetta er enn eitt dæmið um að börnin eru yfirleitt þau sem líða mest þar sem átök eiga sér stað,“ segir Juliette Touma í samtali við Fréttablaðið. Hún er talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi. Síðustu tvö ár hafa bólusetningar í Sýrlandi nær lagst af vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar og er talið að um hálf milljón barna sé ekki bólusett, flest á þeim svæðum þar sem átök hafa verið hvað mest. Áður en átökin brutust út er talið að um 95% sýrlenskra barna hafi verið bólusett. Talið er að veiruafbrigðið sé upprunnið í Pakistan og hafi komið til Sýrlands með pakistönskum vígamönnum sem taka þátt í borgarastyrjöldinni. Sýrlensk stjórnvöld tilkynntu á mánudag að þau myndu sjá til þess, í samvinnu við hjálparstofnanir, að öll börn í landinu yrðu bólusett. „Við höfum náð að bólusetja 41.000 börn upp á síðkastið í Deir al-Zour,“ segir Juliette og bætir því við að nú sé hafin bólusetningarherferð um allt landið sem miðar að því að bólusetja 1,6 milljónir barna gegn mænusótt, og 2,4 milljónir barna fyrir hettusótt, mislingum og rauðum hundum. „Þetta er góð byrjun, en aðgangur að stríðssvæðunum er lykilatriðið og það verður gríðarmikið verkefni að ná til allra þessara barna.“ Juliette segir að þótt bólusetningar séu mest aðkallandi verkefnið núna, sé í mörg horn að líta til að standa vörð um velferð þeirra fjögurra milljóna sýrlenskra barna sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. „Fyrir utan bólusetningar vinnum við, ásamt samstarfsaðilum okkar, að því að koma til þeirra hreinu vatni og tryggja heilsu þeirra og öryggi ásamt menntun,“ segir hún. Baráttan gegn mænusótt á heimsvísu hefur gengið afar vel síðustu ár og er sjúkdómurinn nú aðeins landlægur í þremur löndum, Nígeríu, Pakistan og Afganistan, samanborið við 125 lönd fyrir aldarfjórðungi. Það er meðal annars að þakka átaki á vegum WHO og UNICEF með fulltingi Rótarýhreyfingarinnar og fleiri aðila. Varðandi baráttuna gegn mænuveiki á heimsvísu segir Juliette að þau tilfelli sem staðfest hafi verið í Sýrlandi séu talsvert áfall. „Það þýðir ekki bara aukna hættu á að sjúkdómurinn skjóti rótum í Sýrlandi, heldur getur hann nú dreifst með flóttafólki út til nágrannaríkjanna og enn víðar.“Hvað er mænusótt? Mænusótt, sem einnig nefnist mænuveiki eða lömunarveiki, er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem ræðst á taugakerfi manna og getur valdið varanlegri lömun á skömmum tíma. Engin lækning er við sjúkdómnum sjálfum en hægt er að hefta útbreiðslu hans með bólusetningu. Mænusótt var landlæg um öll Vesturlönd allt fram á miðja 20. öld þegar bóluefni komu fyrst fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn berst manna á milli með snertingu. Veiran berst inn um munn, fjölgar sér í þörmum fólks og skilar sér aftur út með hægðum. Því er hreinlæti afar mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu. Flestir sem bera veiruna eru einkennalausir og geta því dreift veirunni áfram án þess að vita af því. Sýking getur haft varanleg áhrif, til dæmis lömun, vöðvarýrnun, ofþreytu og veldur verkjum í vöðvum og liðum. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) staðfesti nýlega að tíu börn í héraðinu Deir al-Zour í Sýrlandi hefðu smitast af mænusótt. Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mænuveiki verður vart í landinu og er talsvert bakslag fyrir baráttuna við að útrýma þessum skæða sjúkdómi og varpa ljósi á mikilvægi bólusetninga.juliette Touma„Þetta eykur enn á neyðina og er stórslys. Þetta er enn eitt dæmið um að börnin eru yfirleitt þau sem líða mest þar sem átök eiga sér stað,“ segir Juliette Touma í samtali við Fréttablaðið. Hún er talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi. Síðustu tvö ár hafa bólusetningar í Sýrlandi nær lagst af vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar og er talið að um hálf milljón barna sé ekki bólusett, flest á þeim svæðum þar sem átök hafa verið hvað mest. Áður en átökin brutust út er talið að um 95% sýrlenskra barna hafi verið bólusett. Talið er að veiruafbrigðið sé upprunnið í Pakistan og hafi komið til Sýrlands með pakistönskum vígamönnum sem taka þátt í borgarastyrjöldinni. Sýrlensk stjórnvöld tilkynntu á mánudag að þau myndu sjá til þess, í samvinnu við hjálparstofnanir, að öll börn í landinu yrðu bólusett. „Við höfum náð að bólusetja 41.000 börn upp á síðkastið í Deir al-Zour,“ segir Juliette og bætir því við að nú sé hafin bólusetningarherferð um allt landið sem miðar að því að bólusetja 1,6 milljónir barna gegn mænusótt, og 2,4 milljónir barna fyrir hettusótt, mislingum og rauðum hundum. „Þetta er góð byrjun, en aðgangur að stríðssvæðunum er lykilatriðið og það verður gríðarmikið verkefni að ná til allra þessara barna.“ Juliette segir að þótt bólusetningar séu mest aðkallandi verkefnið núna, sé í mörg horn að líta til að standa vörð um velferð þeirra fjögurra milljóna sýrlenskra barna sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. „Fyrir utan bólusetningar vinnum við, ásamt samstarfsaðilum okkar, að því að koma til þeirra hreinu vatni og tryggja heilsu þeirra og öryggi ásamt menntun,“ segir hún. Baráttan gegn mænusótt á heimsvísu hefur gengið afar vel síðustu ár og er sjúkdómurinn nú aðeins landlægur í þremur löndum, Nígeríu, Pakistan og Afganistan, samanborið við 125 lönd fyrir aldarfjórðungi. Það er meðal annars að þakka átaki á vegum WHO og UNICEF með fulltingi Rótarýhreyfingarinnar og fleiri aðila. Varðandi baráttuna gegn mænuveiki á heimsvísu segir Juliette að þau tilfelli sem staðfest hafi verið í Sýrlandi séu talsvert áfall. „Það þýðir ekki bara aukna hættu á að sjúkdómurinn skjóti rótum í Sýrlandi, heldur getur hann nú dreifst með flóttafólki út til nágrannaríkjanna og enn víðar.“Hvað er mænusótt? Mænusótt, sem einnig nefnist mænuveiki eða lömunarveiki, er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem ræðst á taugakerfi manna og getur valdið varanlegri lömun á skömmum tíma. Engin lækning er við sjúkdómnum sjálfum en hægt er að hefta útbreiðslu hans með bólusetningu. Mænusótt var landlæg um öll Vesturlönd allt fram á miðja 20. öld þegar bóluefni komu fyrst fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn berst manna á milli með snertingu. Veiran berst inn um munn, fjölgar sér í þörmum fólks og skilar sér aftur út með hægðum. Því er hreinlæti afar mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu. Flestir sem bera veiruna eru einkennalausir og geta því dreift veirunni áfram án þess að vita af því. Sýking getur haft varanleg áhrif, til dæmis lömun, vöðvarýrnun, ofþreytu og veldur verkjum í vöðvum og liðum.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira