Deila Þýskalands og Bandaríkja harðnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. október 2013 22:12 Obama í heimsókn hjá Merkel í Berlín í sumar. Nordicphotos/AFP Angelu Merkel Þýskalandskanslara virðist loks nóg boðið. Hún ólst upp í Austur-Þýskalandi, þar sem stjórnvöld hleruðu síma íbúanna í tíma og ótíma. Nú er komið í ljós að hún hefur sætt þessu sama af hálfu Bandaríkjamanna, einnar helstu vinaþjóðar Þjóðverja, allar götur síðan 2002 – eða frá því nokkrum árum áður en hún tók við kanslaraembættinu. Þetta fullyrðir þýska tímaritið Der Spiegel, sem segist hafa undir höndum skjöl þessu til staðfestingar. Skjölin benda einnig til þess að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi vitað af þessum hlerunum allt frá árinu 2010, en hann tók við forsetaembættinu í byrjun árs 2009. Þessar upplýsingar benda til þess að njósnir Bandaríkjanna um ráðamenn í öðrum ríkjum hafi verið harla víðtækar. Merkel hefur til þessa, rétt eins og flestir aðrir þjóðarleiðtogar í Evrópu, forðast að fara í hart gegn Bandaríkjunum, enda veit hún sem er að njósnastofnanir eru starfandi í flestum stærri ríkjum heims, þar á meðal í Þýskalandi, og að vinnubrögðin eru sambærileg í flestum atriðum. Hún hefur að vísu mótmælt og sagt að svona eigi ríki ekki að koma fram við vinaþjóðir sínar. Allt bendir hins vegar til þess að hún geti ekki setið aðgerðalaus öllu lengur. Eitt af því sem kemur til greina er að fresta eða hætta við samningaviðræður um fríverslunarbandalag Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Merkel gæti þó verið treg til þess, því svo virðist sem Þjóðverjar muni hagnast einna mest á slíkum samningum. Franskir og þýskir ráðamenn hafa hug á að gera samning við Bandaríkin um að ríkin þrjú hætti að njósna hvert um annað. Vonast er til að slíkur samningur verði að veruleika fyrir áramót. Hans-Peter Friedrich, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur sagt að njósnir Bandaríkjanna varði við lög og hótar að fara með málið fyrir dómstóla. Þá þykir líklegt að ný stjórn í Þýskalandi, en stjórnarmyndunarviðræður standa yfir þessa dagana, setji á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á njósnum bandarísku leyniþjónustunnar um þýska ráðamenn. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Angelu Merkel Þýskalandskanslara virðist loks nóg boðið. Hún ólst upp í Austur-Þýskalandi, þar sem stjórnvöld hleruðu síma íbúanna í tíma og ótíma. Nú er komið í ljós að hún hefur sætt þessu sama af hálfu Bandaríkjamanna, einnar helstu vinaþjóðar Þjóðverja, allar götur síðan 2002 – eða frá því nokkrum árum áður en hún tók við kanslaraembættinu. Þetta fullyrðir þýska tímaritið Der Spiegel, sem segist hafa undir höndum skjöl þessu til staðfestingar. Skjölin benda einnig til þess að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi vitað af þessum hlerunum allt frá árinu 2010, en hann tók við forsetaembættinu í byrjun árs 2009. Þessar upplýsingar benda til þess að njósnir Bandaríkjanna um ráðamenn í öðrum ríkjum hafi verið harla víðtækar. Merkel hefur til þessa, rétt eins og flestir aðrir þjóðarleiðtogar í Evrópu, forðast að fara í hart gegn Bandaríkjunum, enda veit hún sem er að njósnastofnanir eru starfandi í flestum stærri ríkjum heims, þar á meðal í Þýskalandi, og að vinnubrögðin eru sambærileg í flestum atriðum. Hún hefur að vísu mótmælt og sagt að svona eigi ríki ekki að koma fram við vinaþjóðir sínar. Allt bendir hins vegar til þess að hún geti ekki setið aðgerðalaus öllu lengur. Eitt af því sem kemur til greina er að fresta eða hætta við samningaviðræður um fríverslunarbandalag Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Merkel gæti þó verið treg til þess, því svo virðist sem Þjóðverjar muni hagnast einna mest á slíkum samningum. Franskir og þýskir ráðamenn hafa hug á að gera samning við Bandaríkin um að ríkin þrjú hætti að njósna hvert um annað. Vonast er til að slíkur samningur verði að veruleika fyrir áramót. Hans-Peter Friedrich, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur sagt að njósnir Bandaríkjanna varði við lög og hótar að fara með málið fyrir dómstóla. Þá þykir líklegt að ný stjórn í Þýskalandi, en stjórnarmyndunarviðræður standa yfir þessa dagana, setji á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á njósnum bandarísku leyniþjónustunnar um þýska ráðamenn.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira